Undirlægjan Gylfi Magnússon


   Þótt Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sé sagður utan
flokka í ríkisstjórninni, er  hann sama  undirlægjan  gegn
erlendu kúgunarvaldi og allir hinir ráðherrarnir. Að segja
það við erlenda  fjölmiðla að AGS muni fresta endurskoðun
á efnahagstætlunni vegna Icesave, eins og ekkert sé eðli-
legra, er forkastanlegur málflutningur af Íslands hálfu.  Að
sjálfsögðu átti hinn íslenzki  ráðherra að vísa  öllu  slíku  á
bug, Icesave og AGS sé aðskilin mál, og því væri Icesave
algjörlega AGS óviðkomandi.  Eða hvað hefur ráðherrann í
höndunum um frestun hjá AGS? Þvert á yfirlýsingar AGS
um tengsl þess við Icesave! Er undirlægjuháttur íslenzkra
ráðherra orðinn takmarkalaus? Vita þeir ekki fyrir hverra
þjóðarhagsmuna þeir vinna?  Eða eru þeir allir orðnir lepp-
ar erlendra nýlenduvelda í aðförinni að íslenzkum þjóðar-
hagsmunum?

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is
mbl.is Líklegt að AGS-lán frestist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að standa vörð um okkar hag og komandi kynslóðar ekki gerir stjórnin það.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Sigurður!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.1.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband