Icesave afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni


   Í ljósi neikvæðrar niðurstöðu fundar fjármálaráðherra og
formenna Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks við Breta og Hol-
lendinga um Icesave í dag, er augljóst að  málið afgreiðist
endanlega í þjóðaratkvæðagreiðslunni í byrjun mars. Þar
mun íslenzka þjóðin rísa upp gagnvart yfirgengilegri fjár-
kúgun tveggja nýlenduvelda ESB, og kolfella samninginn.
Enda ENGAR lagastoðir fyrir honum, heldur þvert á móti
blátt bann við ríkisábyrgðinni skv. regluverki ESB. 

  Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig stór  hluti stjórn-
málastéttarinnar á Íslandi  hefur  klúðrað þessu  máli  öllu,
allt frá upphafi til  dagsins  í dag. Svíkist  um við að standa
vörð um íslenzkan málstað og hagmuni þjóðarinnar. Í kom--
andi þjóðaratkvæðagreiðslu mun  því  þjóðin  fá  kærkomið
tækifæri til  að refsa þessari handónýtu stjórnmálaellitíu, og
framkalla nýjar þingkosningar í kjölfarið.  Þar sem stokkað
verði ærlega upp í íslenzkum stjórnmálum, og ábyrg þjóðleg
öfl taki völd. Stjórnmálaöfl er tali  kjark  í  þjóðina, stórefli
hennar sjálfstraust á ný, og reki erlend kúgunaröfl og and-
þjóðleg innlend stjórnmálaöfl á flótta.

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landi.

Innlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20.000 evrum ef innlánin verða ótiltæk.

 

Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.)

 

Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin efur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði á Íslandi. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar.)

 

Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa Icesave skuld og Íslenskum yfirvoldum bar að sjá svo um að hann gæti það. Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda geti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki.

 Árið 2004 var þýska ríkið var dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið þurfti að borga.

sigkja (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband