Stjórnmálamenn halda áfram að klúðra Icesave !


    Hringa-og lönguvitleysan um  Icesave  heldur  áfram. Og nú
virðist stjórnarandstaðan  farin  að taka fullan þátt í henni með
Icesave-flokkum ríkisstjórnarinnar. Í  stað þess að setja málið
í algjöra biðstöðu  fram  yfir  þjóðaratkvæðagreiðsluna 6 mars
n.k, er haldið áfram að froðusnakka við  Breta  og  Hollendinga
um allt og ekkert. Þvæla málið út og suður, ofan á alla þvæluna
hingað til, í von ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að koma í
veg  fyrir  úrskurð  þjóðarinnar - Því  málið  liggur  skýrt  fyrir.
Forsetinn hefur  vísað  lögunum  um  Icesave-svikin frá 30 des.
s.l  til þjóðarinnar. Og skv. stjórnarskránni er málið nú í höndum
kjósenda á Íslandi. Það er  þeirra  að  taka ákvörðun um fram-
hald Icesaves-málsins, og senda viðsemjendum skýr NEI- skila-
boð. Það VERÐA stjórnmálamenn að skilja og virða. Ella er þing
og ríkisstjórn  að þverbrjóta  stjórnarskrána, með því að breyta
málskotsvaldi forseta í raunverulegt neitunarvald forseta líkt
og danska konungsins forðum. Froðusnakkið um Icesave  við
Breta og Hollendinga verður því að ljúka ÞEGAR Í STAÐ. Enda
um EKKERT AÐ SEMJA! E K K E R T!  Nema þá helst  VERULEGAR
skaðabætur frá Bretum vegna hinna forkastanlegu hryðjuverka-
laga þeirra á Ísland. 

   Stór hluti  þingmanna er hræddur við þjóðaratkvæðagreiðsluna
6 mars s.l. Ekki síst í ljósi þess að Icesave-svikasamningnum
verður þá alfarið hafnað af þjóðinni.  Hin handónýta vinstristjórn
verður þá neydd til að segja af sér og nýjar þingkosningar ákveð-
nar, Þar sem kjósendum gefst kærkomið tækifæri til að hreinsa
ærlega til í íslenzkum stjórnmálum, og henda út öllu hinu ónýta
og and-þjóðlega liði sem nú situr á þingi og í ríkisstjórn. Ekki síst
í ljósi ,,hrun- skýrslunar" senn senn verður birt á næstu dögum.


  ÁFRAM ÍSLAND. EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Þjóðaratkvæði um nýjan samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu var ég hlynnt því að kjósa um þetta mál. En nú finnst mér orðið spurning hvort það sé nóg? Ef við kjósum á milli nýjasta samnings og þess fyrsta þá hljótum við að kjósa þann fyrsta sem var betri. En hann var bara alls ekki nógu góður! Þar sem ég vil fara dómstólaleiðina vil ég fá að kjósa um hvort við eigum að borga yfir höfuð eða ekki. Og verð að bæta því við að ég skil ekki ríkisstjórnina nú frekar en fyrri daginn. Skil ekki hvað getur gengið að þeim? Eru þau ekki íslendingar? Þau eru búin að fá kærkomið tækifæri þar sem þau hafa ákveðið að taka ekki tilboði hollendinga og breta. Hvað þarf að orðlengja það? Í öllum eðlilegum samskiptum er beðið eftir gagntilboðum, ef þau ekki koma er samningur út úr myndinni! Þá er bara dómstólaleiðin eftir og það er það sem meirihluti íslendinga vilja! En auðvitað eru Djóka og Steingrímur steinhaus (maður sem ber hausinn við steininn) á öðru máli en almenningur eins og að venju. Er ekki kominn tími til að berja trumburnar öðru sinni á Austurvelli? Ég held það og þó fyrr hefði verið.

assa (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef við fáum afgerandi NEI 6 mars þá þíðir það að við borgum ekki neitt. Assa þú skalt óhrædd segja nei, það er okkar sterkasta voppn.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað er Morgunblaðið að meina með svona frétt ? Hvaða þingmenn eru að tala fyrir þjóðaratkvæði um nýgja samninga sem ekki hafa verið gerðir ? Er meiningin að semja við forsetann fyrirfram, að hann skrifi ekki undir ?

Við vitum um afstöðu Steingríms og Össurar, en þarna er verið að tala um þingmenn stjórnarandstöðunnar - HVERJA ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.2.2010 kl. 23:02

4 identicon

sko ef við fellum þennan saming þann 6mars þá er enginn samnigur í gildi

það er þannig að það seru ákvæði í þessum fyrirvörum að ef bretar og hollendinga hafna fyrirvörum ölast hann ekki gildi

Maggi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband