Tekur stjórnarandstaðan þátt í Icesave-leynimakkinu?


   Hvers konar rugl er þetta? Leynifundur með Bretum til að
koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Og tekur stjórnar-
andstaðan virkilega þátt í því?

   Forseti Íslands hefur vísað Icesave-þjóðsvikasamningnum
illræmda til þjóðarinnar. Þar er málið statt. Þjóðin mun 6. mars
n.k kolfella Icesave. Þar með er málið dautt. Enda um EKKERT
að semja. Þetta virðist Icesave-stjórnin á Íslandi og Bretar og
Hollendingar alls ekki skilja, og vilja allt til gera til að koma í
veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Því í kjölfar stórs NEI  í
henni verður Icesave-stjórnin að segja af sér, og uppreisn
íslenzkrar þjóðar gegn gjörspilltu og stórgölluðu alþjóðlegu
fjármálaregluverki myndi vekja heimsathygli. Og gefa öðrum
þjóðum sem eru í svipaðri stöðu og Íslendingar kjark og þor
og gott fordæmi. Nokkuð sem hinn gjörspillti alþjóðlegi fjár-
málamarkaður sem einmitt Bretar sjálfir halda sem mestri
hlífðarskyldi yfir geta ekki hugsað sér. 

   Þjóðin á skýlausan rétt að segja sitt álit um Icesave  í
komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. -  Ekki síst  þar  sem  um
EKKERT er að semja! Alla vega EKKERT  hvað  varðar  ríkis-
ábyrgð eða vexti. Og EKKERT umfram það sem kæmi út úr
þrotabúi Landsbankans.  Allt annað eru SVIK við þjóðina,
sem hún mun ALDREI samþykkja!!!!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Schengen er staðreynd. Reyndu að átta þig á þeim...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 02:11

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þeim hverjum? Hef ætið barist á móti Schengen-ruglinu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.2.2010 kl. 02:16

3 identicon

Staðreyndum. Schengen er ein af þeim.

Virði þínar skoðanir gagnvart ESB o.fl. En viltu virkilega láta leita á þinni persónu sem hryðjuverkamaður værir, næst þegar þú bregður þér til Norðurlanda?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 02:23

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vill hafa sterkt og eðlilegt landamæraeftirlit eins og hjá  alflestum þjóðum heims. En EKKI GALOPIÐ og ÓTRYGGT eins og í  Schengen þar sem allskyns
fuglar eins og þú í bra bra gervi geta flogið óáreittir inn til að   Ybba gogg og meira..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.2.2010 kl. 02:33

5 identicon

Í dag, í mínu hverfi, var hrafnaþing. Sátu þar hrafnar á hverjum ljósastaur.  Krunkuðu, annars lagið, en kvökuðu eigi. Efa þó ekki að þeir ybbi gogg þegar þess þarf.

Annars erum við komnir út fyrir efnið.

Held áftam að lesa þig, krunka þegar þarf...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 02:42

6 identicon

áftam = áfram ! Auðvelt að að villast á lyklaborðinu...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband