Heimssýn í fundarherferð í boði ESB-umsóknarsinna ?


   Heimssýn  samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum boðar
nú til fundar um land allt vegna umsóknar Íslands að  ESB.
Gott og vel! - En hefði ekki verið  trúverðugra  fyrir samtök
þessi að hafa áður hreinsað  til  í eigin ranni?  Alla vega að
stjórn samtakanna væri ekki undir stjórn og forystu manna,
sem bæði styðja flokk og ríkisstjórn sem sótt hefur um aðild
Íslands að ESB. -  Þannig er t.d formaður Heimssýnar þing-
maður flokks sem styður aðildarumsókn að ESB. Formaður
sem styður ríkisstjórn sem vinnur hörðum höndum að því
að koma Íslandi inn í ESB.  Og það  nánast  hvað sem það
kostar. Trúverðugt? - Þessi formaður hlýtur því alla vega Í
VERKI styðja ESB-umsóknarferlið fra a-ö. - Það er svo aug-
ljóst! Og þannig er farið um fleiri stjórnarmenn Heimssýnar
sem koma  úr  röðum hinna  ESB-sinnuðu og and-þjóðlegu
sósíalistum  úr Vinstri grænum.  Því  VG hljóta að skilgrein-
ast  sem einlægur ESB-sinnaður flokkur, styðjandi umsókn
Íslands að ESB. Því einungis ESB-sinnar sækja  um aðild  að 
ESB. Er  það  ekki nokkuð  ljóst? Alla vega sækir enginn um
það sem viðkomandi er alfarið á móti.  Eða er það ekki? 

   Já  auðvitað  er  þetta skandall hvernig  sella úr VG hefur
komið sér fyrir í  Heimssýn á  fölskum forsendum. Vinstri-
grænir eru  vinstrisinnaðir  róttæklingar eins  og  forverar
þeirra, hérlendir kommúnistar, er ætíð börðust gegn þjóð-
legum  gildum  og  viðhorfum. -  Stórhættulegir  íslenzkum
hagsmunum, sem sést best á því, að það vantaði bara þá
í ríkisstjórn Íslands til að aðildarumsóknin að ESB yrði  send
til Brussel ásamt inngöngumiðanum illræmda, Icesave....... 

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, enn tek ég undir þessa skoðun þína, Guðmundur, maður sækir ekki um inngöngu í ríkjabandalag, sem maður ekki vill vera í.  Og maður sem styður ríkisstjórnina sem það gerði, hlýtur að vera ótrúverðugur í Heimssýn og enn verra ef hann er formaður þar.  Hann hlýtur að vera að vinna á fölskum forsendum, í það minnsta óskiljanlegum forsendum að mínum dómi. 

Elle_, 26.3.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

TaKK Elle fyrir undittektirnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband