Yfirgengileg hræsni Samfylkingarinnar vegna 17 júní


   Að tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkurborgar, Stefáni Jóhanni  Stefánssyni, var samþykkt
að beina þeirri ósk til ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að skugga
verði ekki varpað á   hátíðarhöld  Íslendinga  17 júní með því að
ákveðið  verði  að  hefja  aðildarviðræður milli Íslands og ESB  á
þessum degi. Aðeins einn fulltrúi greiddi á móti tillögunni, Oddný
Sturludóttir, samflokksmaður Stefáns. RÚV greinir frá. En sem
kunnugt er mun ESB funda þann 17 júní og samþykkja þar að
hefja formlega aðildarviðræður við Ísland.

   ALDREI í lýðveldissögu Íslands hefur stjórnmálaflokkur lagst
svo lágt í hræsni sinni  gagnvart fullveldi og sjálfstæði Íslands.
Hvað næst? Að Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra verði
meinað að halda þjóðhátíðarræðuna 17 júní vegna forystu 
sinnar að ESB-innlimuninni?

   Liggur við að maður labbi út og gubbi!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Það væri ekkert skrítið þó Jóhönnu yrði meinað það að halda þjóðhátíðarræðu á Austurvelli við styttu Jóns Sigurðssonar á þjóðhátíðardaginn.

Það er landráð að ætla að troða þjóðinni inn í ESB gegn vilja meirihluta þjóðar og þings - því það er þjóð og þingi ljóst að þingmeirihluti var ekki fyrir aðildarumsókn sem voru nú á því stigi málsins aðeins kallaðar "viðræður við ESB" og var því um beina blekkingu að ræða frá Jóhönnu og Össuri svo þeim tækist að troða málinu í gegn með kúgun og valdníðslu.

Benedikta E, 22.5.2010 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Legg til að mynduð verði ÍSLENZK SKJALDBORG á Austurvelli 17 júní og
komið í veg fyrir ávarp Jóhönnu Sig verði hún enn forsætisráðherra. Því
upphaf aðildarviðræðna á sjálfan 17 júní að ESB er einfaldlega dropinn sem
fyllir mælinn. Takk Benedikta!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.5.2010 kl. 00:45

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir það sem þið hafið sett hér af stað Guðmundur og Benedikta  og kem til með að leggja lið við að verja heiður Jóns Sigurðssonar sem og verk hans.  Flónið Jóhanna  getur svo þvaðrað við sína líka fjarri heiðri Jóns Sigurðssonar.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband