Magma. Og á þá að þjóðnýta sjávarútveginn næst?


    Spuni  og  blekkingarleikur  rikisstjórnarinnar  er  ótrúlegur í
svokölluðu Magma-máli. Til að róa grasrótina  í  Vinstri  grænum
á nú enn og aftur  að skipa eina málamyndanefndina. Tefja málið,
og kolrugla þjóðina ennþá meira.!

   Og enn og aftur láta Vinstri grænir blekkjast. Kokgleypa sjón-
hverfingar Samfylkingarinnar. Sem veit að þarna er einungis um
millileik að ræða, til að vinna tíma. Því ef Ísland gengur í ESB, þá
verður þetta allt óþarfi. Galopið! Eða er meiningin kannski að þjóð-
nýta líka sjávarútveginn, koma honum undir opinbert eignarhald?
Því FISKISKIPIÐ er  jú  sambærilegt  og HS orka, nema hvað  að fiski-
skipið nýtur fiskiauðlindina, meðan HS-orka nýtur auðlind jarðvarmas.
Á þessu er ENGINN MUNUR! Við ESB-aðild galopnast eignarhald út-
lendinga í íslenzkum útgerðum, fiskiskipum, kvóta og þar með nýt-
ingarétt þeirra á aðal auðlind Íslands. Sem er MÖRG ÞÚSUND sinnum
stærra dæmi en Magma-málið.  ER ÞAÐ Í LAGI? Svo virðist sem Vinstri 
grænum hafi bara engar áhyggjur af því! Enda aðal-orsakavaldur
ESB-hraðlestarinnar.  Alveg ótrúleg hræsni!!! 

    HÆGRI GRÆNIR nýr stjórnmálaflokkur vill hins vegar standa vörð
um auðlindir  Íslands  með  því  að  staðfesta íslenzkt eignarhald  í
stjórnarskrá.  Að  arður auðlindanna  og  tekjur af  nýtingu þeirra
renni  til  þjóðarinnar. Þetta er  trúverðug stefna, þar  sem HÆGRI
GRÆNIR hafna  ALFARIР ESB-aðild Íslands. Gagnstætt t.d VG og
Samfylkingu, sem vinna að ESB-aðild. -  Hins vegar kæmi  þetta
ekki í veg fyrir erlendar fjárfestingar sem eru jákvæðar upp að vissu
hámarki, þannig að íslenzk yfirráð séu ætíð tryggð,   sbr. í íslenzkum
sjávarútvegi í dag.  

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKI ICESAVE né AGS!

    ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!
mbl.is Ekkert óeðlilegt við tölvupóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð spurning Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.7.2010 kl. 00:34

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samkvæmt aðgerðaáætlun Vinstri-Grænna verður landið þjóðnýtt áður en kemur að miðunum. Sérstaklega horfa þeir öfundaraugum til laxveiðiánna, en umsjón með þeim mun gefa margar kommissara-stöður.

Bújarðir í landinu eru nú þegar að miklu leyti í höndum ríkisins, þannig að ekki er þörf fyrir Vinstri-Græna að beita sér sérstaklega á því sviði. Nýlega var gerð tilraun til að sölsa undir ríkið allt beitarland utan girðinga. Sú atlaga tókst bærilega, enda góð samstaða innan fjór-flokksins um það verkefni.

Stór hluti almennings skilur ekki muninn á stjórnunarlegu forræði valdstjórnarinnar og eignarhaldi ríkisins. Þess vegna rennur áróður VG svona ljúflega niður. Ég reikna með að VG fái stór-aukið fylgi í nærstu kosningum og komist langleiðina að því takmarki að gera Ísland að Kúbu Norðursins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.7.2010 kl. 09:02

3 Smámynd: Elle_

Guðmundur, mögnuð orð og þurfa að komast í hámæli: Eða er meiningin kannski að þjóðnýta líka sjávarútveginn, koma honum undir opinbert eignarhald? Því FISKISKIPIÐ er  jú sambærilegt og HS orka, nema hvað að fiskiskipið nýtur fiskiauðlindina,  meðan HS-orka nýtur auðlind jarðvarmas. Á þessu er ENGINN MUNUR! Við ESB-aðild galopnast eignarhald útlendinga í íslenzkum útgerðum, fiskiskipum, kvóta og þar með nýtingarétt þeirra á aðal auðlind Íslands. Sem er MÖRG ÞÚSUND sinnum stærra dæmi en Magma-máliðHins vegar kæmi  þetta ekki í veg fyrir erlendar fjárfestingar sem eru jákvæðar upp að vissu hámarki, þannig að íslenzk yfirráð séu ætíð tryggð, sbr. í íslenzkum sjávarútvegi í dag.

OG ÚR EVRÓPUVAKTINNI:

Blaðamaður frá El Pais á Spáni spurði Össur, hvar Íslendingar mundu draga rauð strik gagnvart kröfum ESB í sjávarútvegsmálum, það er segja hingað og ekki lengra. Vanackere sneri sér að Össuri og sagði brosandi, að menn drægju rauð strik innan ESB á blaðamannafundum. Össur jánkaði því. Hann sagðist hafa farið víða um Spán, meðal annars til Galasíu, og hann væri sannfærður um skilning þess góða fólks á málstað Íslands. Hann tryði einnig á hugmyndaauðgi ESB og sköpunarmátt við gerð samningstexta, þegar að því kæmi að leysa sjávarútvegsþátt viðræðnanna við Ísland. Steven Vanackere tók fram eftir svar Össurar, að ekki væri unnt að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsreglum ESB.
 

Elle_, 28.7.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyri Guðrún, Loftur og Elle.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 13:51

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælir

Ég hef hingað til talið mig borgarasinnaðan og frekar til hægri en vinstri. Hins vegar hafa borgaralegir hægri menn á Íslandi gert sig seka um þvílík afglöp og óstjórn að ég veit ekki lengur hvar ég stend. EKKI ASG! skrifar þú. Hvers vegna höfum við ASG? Jú vegna þess að 18 ára borgaraleg stjórn með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi keyrði landið í þrot.

EKKI ICESAVE! Hvers vegna höfum við Icesave? Jú vegna þess að hinn borgaralegi flokkur Sjálfstæðismenn gáfu spilltum óreiðu-sjálfstæðismönnum bankann.

EKKI ESB! Hvers vegna heldur þú að svona margir á Íslandi aðhyllist ESB? Jú vegna þess m.a. að borgaralegir hægri sinnar sáu til þess með sinni óstjórn að krónan féll um 50%. Það sorglega við allt þetta er að borgaraleg stjórnmálaöfl á Íslandi eru búin að sjá til þess að sú stefna mun ekki eiga uppá pallborðið hjá Íslendingum um langa framtíð. Óstjórn þeirra er orsök þess að við höfum VG í ríkisstjórn núna.

Ég lái fólki það hreinlega ekki þó að það sjái ekki mikinn mun á erlendu eignarhaldi og eignarhaldi þeirra villimanna sem keyrðu landið í rúst með góðri hjálp Sjálfstæðismanna. Sumir virðast þó enn vera þeirrar skoðunar að öll óstjórn, spilling og glæpamennska sé góð og gild svo lengi sem hún sé rammíslensk...

Jón Bragi Sigurðsson, 28.7.2010 kl. 15:52

6 Smámynd: Elle_

Jón skrifar: EKKI ICESAVE! Hvers vegna höfum við Icesave? Jú vegna þess að hinn borgaralegi flokkur Sjálfstæðismenn gáfu spilltum óreiðu-sjálfstæðismönnum bankann.

Já, satt, hinsvegar vona ég að Jón viti að það er ENGIN RÍKISÁBYRGÐ á Icesave og hefur ALDREI VERIÐ.  Og hafandi þekkt til skrifa Guðmundar Jónasar veit ég vel að það var það sem hann meinti.  

Elle_, 28.7.2010 kl. 17:06

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er nú eiginlega sammála þér þar Elle. Hins vegar hefði ekki spurningin þurft að koma upp um ríkisábyrgð eða ekki ríkisábyrgð ef Landsbankinn hefði ekki verið seldur þessum spjátrungum vinum æðstu manna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar skil ég betur afstöðu breta eftir að ég las rannsóknarskýrsluna. Þar kemur skýrt fram að fjármálaeftirlitið breska og seðlabanki þeirra voru búnir að vera að nauða í samsvarandi stofnunum á Íslandi í meira en ár að færa Icesave reikningana yfir í dótturfélag í Bretlandi, -þetta kemur til með að springa hvenær sem er og þá ráðið þið ekki við þetta, áréttuðu þeir margsinnis fyir daufum eyrum. Og hverjir voru í forsvari fyrir FME og Seðlabankann?, jú enn og aftur Sjálfstæðismenn...

Jón Bragi Sigurðsson, 28.7.2010 kl. 19:00

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Bragi hefur misst af umræðunni, ef hann heldur að einhverju máli hafi skipt að Icesave-reikningar Landsbankans voru í útibúi en ekki dótturfélagi. Sjá hér:

Trúnaðarupplýsingar frá einni ríkisstofnun til annarar

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.7.2010 kl. 19:28

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Bragi. HÆGRI GRÆNIR eru nýstofnuð stjórnmálasamtök (17 júní s.l)
ÁN NEINNA TENGSLA VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN og BER ÞVÍ ENGA ÁBYRGÐ
á hans þátttöku við að stjórna Íslandi, OG ÞVÍ SIÐUR vegna hrunsins.
Sjálfur hef ég aldrei tengst Sjálfstæðisflokknum, og meiginþorri þeirra
flokksmanna, á annað þúsund, er gengið hafa í flokkinn á rúmum mánuði, er bara VENJULEGT ALMÚGAFÓLK, er blöskrar hefur stjórnleysið undanfarin ár. Þegar upplausn ríkir á hægri kanti stjórnmála og aumingja-
háttur, ríkir stjórnleysi í landinu. Þess vegna teljum við í ljósi þess hvernig
Sjálfstæðisfæokkurinn hefur brugðist þjóðinni, afar mikilvægt að fram komi
ÖFLUGUR, ÁKVEÐINN, HEIÐARLEGUR BORGARFLOKKUR Á ÞJÓÐLEGUM
GRUNNI, svo að FESTA og AGI komist á alla stjórnarhætti í þágu lands
vors og þjóðar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 20:27

10 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Takk fyrir upplýsingarnar Guðmundur. Mér líst vel á þetta.

Loftur, þessi hlekkur sem þú vísar á er óvirkur. Ég byggi mínar upplýsingar á því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni þ.e. að breski seðlabankinn og fjármálaeftirlitið lá á íslenskum stjórnvöldum í meira en eitt ár að búa þannig um hnútana að þetta klúður félli á breska tryggingasjóðinn en ekki þann íslenska.

Jón Bragi Sigurðsson, 29.7.2010 kl. 12:36

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér ábendinguna Jón Bragi. Hér er hlekkurinn og virkar vonandi núna: Trúnaðarupplýsingar frá einni ríkisstofnun til annarar

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.7.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband