Skrípaleikja borgarstjórn


   Alltaf  að  koma betur  og  betur í  ljós að borgarstjórn
Reykjavíkur  er ein  allsherjar skrípaleikja borgarstjórn.
Og það svo að vekur  athygli  langt út fyrir landssteina,
sbr. frétt Mbl. hér. -  Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli taka
þátt í þessum skrípaleik, með því að skipa  oddvita sinn
sem FORSETA í slíkri skrípaleikja borgarstjórn, er með öllu
óskiljanlegt. En sýnir hvað sá flokkur hefur fjarlægst meiri-
háttar uppruna sinn. Sem er líka ein skýringin á hruninu
mikla. - En sýnir jafnframt þörfina á algjörri uppstokkun
og endurnýjun á hægri kanti íslenzkra stjórnmála!
mbl.is Uppátæki borgarstjórans vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona Guðmundur: Taka alkunna léttlyndið þitt áetta...

hilmar jónsson, 6.8.2010 kl. 16:55

2 identicon

Mér finnst þetta frábært hjá Jóni Gnarr.  Ég held að þetta sé góð landkynning.

Þessi maður er meiriháttar húmoristi og ekkert annað hægt en að hafa gaman af þessu. 

Björn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:10

3 identicon

Heyrðu er borgarstjórnin búin að standa sig illa?  Eigum við ekki að brosa og hætta þessu tuði.  Að mínu mati er loksins komin heiðarleg manneskja í borgarstjórastólinn sem hugsar um hag og líðan borgarbúa ólíkt fyrverandi borgarstjórum sem hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni og flokksins síns.  En góða helgi og hafðu það gott félagi:)

Einar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:14

4 identicon

He he. Gaman að lesa röflið úr svona fílupúkum eins og höfundi hér! Með fasta skeifu á öllum myndum,svoldið eins og Georg Bjarnfreðarson bara!

óli (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:23

5 identicon

Jón Gnarr er grínisti Íslands nr.1

Hann er ekki leiðinlegur pólitíkus!  Og fær okkur flesst til að brosa

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:24

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hundleiðinleg aulafyndni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 17:31

7 identicon

:(

:)

Daði (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:42

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kunningi minn bað mig um að skrifa eftirfarandi vísu hérna og geri ég það fyrir hann þótt mér sé það þvert um geð enda er vísan bæði illa ort og efnið út í hött.

Borgarstjóri við væl og víl
verður að glíma
og veður um í vetnisbíl
í villu og svíma.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.8.2010 kl. 18:09

9 identicon

já, þetta athæfi borgarstjórans vekur athygli langt út fyrir landsteinana! Hér í Þýskalandi fjalla fjölmiðlar um þetta mál á "jákvæðan hlutlausan" hátt og allt uppí að vera mjög jákvæðir. Og við fréttina "klína" þeir síðan fallegum myndum af Íslandi, skemmtilegum greinum um næturlífið í Reykjavík, tónleikahald á Íslandi osfrv. Vel gert, Jón Gnarr!

Valgeir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:05

10 identicon

Eins og þú virkaðir nú hress á myndinni þinni...

Þessi "aulafyndni" er búin að koma Íslandi á toppinn í fréttum á bbc.co.uk.

Það væri nú ekki alveg nógu sniðugt að fyrir okkur ef heimurinn heyrði af því að Íslendingar væru umburðarlynd þjóð. Já nei, við skulum passa okkur. Ef við ætlum að koma okkur út úr þessari kreppu þá verðum við að vera fýlupúkar!

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:37

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Leiðinlegt að pistlahöfundur skuli vera svona neikvæður. Það var komin tími til að prófað væri að hafa manneskju sem borgarstjóra. Enn sumir vilja "Sjálfstæðisleikritið" aftur. Þar sem allir leika í sama leikriti arin út og árin inn.

Ég mæli með Jóni Gnarr sem forsætisráðherra eftir næsta val. Það þarf að kjósa burtu tilfinningalega gelda þingmálamenn og setja manneskjur í staðin.

Sjálfstæðisflokknum er líklegast hægt að skipta út fyrir ódýrt tölvuforrit....myndi koma betur út fyrir þjóðina.

Óskar Arnórsson, 6.8.2010 kl. 23:13

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Lastu ekki pistil minn varðandi Sjálfstæðisflokkinn? Skil ekki ummæli
þín um neikvæði mína!  Er mjög JÁKVÆÐUR en leiðist samt aulafyndni
og svona augljósa skrípaleiki. Enda sagði Jón Gnarr við erlenda fréttamiðilin
í kvöld (Sbr RÚV) að borgarbúar hefðu kosið TRÚÐ sem borgarstjóra!
Og verði þeim þá að góðu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 23:37

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jú ég las hann. Ég kommenteraði ekkert bara til að vera kurteis. Þó líst mér ágætlega á þennan formann. Ég er bara ekki lengur með húmor fyrir "flokkum" né öðrum trúarbrögðum á Íslandi.

Það vantar fleyri skynsemisflokka. Eins og Besta Flokkinn. Þú lætur engan pistil frá þér fara næstum því enn að lýsa vanþóknun þinni og fyrirlitningu á Jóni Gnarr.

Myndirði hæðast að mér ef ég segðist vera Andres Önd! Eða jólasveinninn? Er orðið eitthvað að marka eitthvað sem einhver segir í íslenskri pólitík?

Þarf að þinglýsa kosningaloforðum FYRIR VAL, og setja lygamælir á alla ráðherra og embættismenn á Íslandi? Geturðu sannfært einhvern um að Hægri grænir séu að gera eitthvað af viti?

Eða á maður að treysta betur fólki sem er agað í framkomu, kurteist og alvarlegt í andlitinu, talar fallega íslensku, lofar engu, segist ætla að gera sitt besta fyrir þjóðina og eyðir svo megninu af deginum í að pukrast í viðskiptum fyrir sjálfan sig?

Eiga þingmenn að sitja í stjórn fyrirtækja? Eiga þeir að reka eigið fyrirtæki? Á að halda áfram að stela fiski í gegnum kvótakerfi og gefa fólki sem aldrei hefur pissað í saltan sjó?

Eru Hægri Grænir með eitthjvað annað á stefnuskránni enn það sem megnið af þjóðinni vill hvort sem er? Ekkert ESB, Ekkert Icesave og þessháttar?

Ég sé bara frasa og gamlar lummur til sölu og ótrúlega lítið nýtt í stjórnmálum. 

Af hverju kusu svona margir Besta Flokkinn Guðmundur? Prófaðu bara að svara þessari spurningu og slepptu hinum ef þú vilt. Málið er að Ríkisstjórnir og Borgarstjórnir hafa gert Íslenskt þjóðfélag tilfinningalega gjaldþrota og flatt að öllu leyti. Heldurðu að Jín Gnarr hafi verið að grínast þegar hann sagði að Reykjavík væri leiðinlegasti staður á jörðinni?

Það er nefnilega sorglega satt. Ég veit það. Hann líka.

Túrista eiga eftir að flykkjast til Íslands og skoða þetta furðufólk sem býr þar. Það selur að vera öðruvísi. Best er að vera maður sjálfur og það er Jón Gnarr...

Ef Hægri Grænir fara að ausa skít yfir Besta Flokkinn í næstu kosningum eru þeir strax byrjaður á því að grafa sig niður. Og verða eins og allir flokkar hafa alltaf verið. Eini munurinn á pólitísku flokkunum á Íslandi eru að asnastrikin þeirra eru ekkert fyndinn..og kosta alltof mikið. 

Óskar Arnórsson, 7.8.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband