Ráðherrar ættu ALLIR að sæta ábyrgð !


   Ráðherrar í  ríkisstjórn þar sem varð ALGJÖRT EFNAHAGSLEGT
HRUN  af  mannavöldum, HLJÓTA AÐ BERA PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ!
Allt annað  er  svo GJÖRSAMLEGA FRÁLEITT! Hrunið á Íslandi á
sér EKKERT FORDÆMI! Því hefðu ALLIR ráðherrar hrunstjórnar-
innar strax í  upphafi átt að svara til saka fyrir  Landsdómi. Auk
þess sem  ALLIR  útrásarmafíuósanir  ættu fyrir löngu að vera
komnir fyrir lás og slá, ásamt allsherjar uppstokkun og hreinsun
í stjórnsýslu og fjármálaheimi. Stærsti skandallinn í dag er hins
vegar sá, AÐ ENN SKULI TVEIR RÁÐHERRAR HRUNSTJÓRNARINNAR
SITJA  Í  RÍKISSTJÓRN! Og  það  sjálfur  FORSÆTISRÁÐHERRANN!
Hvergi annars staðar á jarðarkringlunni væri það látið viðgangast.
Enda aulahátturinn við stjórn landsins eftir því!

    Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sem mesta ábyrgð ber hvernig
komið er í dag er óskiljanleg. Vert er í því sambandi að taka undir
orð formanns HÆGRI GRÆNNA , Guðmundar Franklíns, á heimssíðu
flokksins í dag. En þar var hann að undrast afstöðu formanns Sjálf-
stæðisflokksins til ábyrgðar ráðherra. ,,Ég verð nú sjaldan orðlaus
en nú er ég orðlaus yfir yfirlýsingum formmanns Sjálfstæðisflokksins.
Hvað gengur honum til? Hér átti sér stað siðrof á heimsmælikvarða
og flett var ofan af spilltum embættismönnum,  siðblindum banka-
mönnum og glæpahyski sem kölluðu sig útrásarvíkinga. Ef rétt-
lætið fær ekki fram að ganga verður hér algjört menningarhrun".
Og ennfremur segir formaður HÆGRI GRÆNNA. ,,Mér finnst Lands-
dómur mjög góður öryggisventill í íslenskri stjórnsýslu. Við getum
þakkað forfeðrum okkar fyrir þennan réttarauka gegn spillingu nú-
tímans".

    Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er enn á pólitískum villigötum er
gott að vita af nýjum þjóðhollum borgaralegum flokki sem HÆGRI
GRÆNIR eru.  Uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum VERÐUR að eiga
sér stað, ekki síst á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. HÆGRI
GRÆNIR virðast þar góður valkostur í dag!!!

   ÁFRAM ÍSLAND!


 
mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband