Athyglisverð skoðanakönnun á Útvarpi Sögu. HÆGRI GRÆNIR í sókn!


   Athyglisverð skoðanakönnun á Útvarpi Sögu. Þótt taka beri
henni með miklum fyrirvara, gefur hún  vonandi  vísbendingu
hvert stefnir. Ekki síst í ljósi síðustu viðburða í pólitíkinni. Sem
sýnir mikið  vantraust á  Fjórflokkinn.  En  skv. könnuninni  er
Hreyfingin  að taka til sín vinstrafylgið, og  fær  24%. Meðan
HÆGRI GRÆNIR fá  mikið af fylginu frá hægri, eða um 33%. 
Sem er ótrúleg góð  útkoma, miðað við að hér er um nýjan
flokk að ræða. 1829 manns tóku þátt.

   Sem hægrisinni fagna ég þessari vísbendingu. Sjálfstæðis-
flokkurinn sem GJÖRSAMLEGA hefur klúðrað málum og misst
alla tiltrú og traust, þarf nú trúverðugt stjórnmálaafl til hægri
sem raunverulegan valkost við sig. HÆGRI GRÆNIR hafa með
þessari könnun alla vega stimplað sig inn sem slíkur. Flokkur
er stofnaður var 17 júní s.l og kominn með á annað þúsund
félagsmenn. Flokkur sem stefnir að því að bjóða fram um land
allt í næstu kosningum. -  Flokkur sem þjóðholt og heiðarlegt
borgarasinnað fólk getur treyst að muni starfa fyrst og fremst
í þágu ALMENNINGS á Íslandi, ÞJÓÐFRELSIS  og íslenzkra hags-
muna. Flokkur sem vill koma STJÓRN Á HLUTINA á Íslandi í dag.
Flokk sem borgarasinnað fólk getur treyst að muni EKKI vinna
til vinstra, eins og  Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsinnis gert.
Með skelfilegum afleiðingum.

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!

   www.utvarpsaga.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já ræktaðu garðinn græna Guðmundur, það er aldrei að vita nema það þurfi að nota afurðirnar.  ESB óværurnar eru að skila sér aftur inn í Sjálfstæðis flokkinn.

 

    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.9.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Allir góðir menn velkomnir í garðræktina fyrir Ísland Hrólfur............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.9.2010 kl. 21:11

3 identicon

Skoðanakannanir útvarps Sögu ber, eins og þú bendir á, að taka með MIKLUM fyrirvara.  Þau egg sem þar er verpt hafa alltaf verið fúlegg.  En allir sæmilega skynsamir Íslendingar taka undir þetta: ,,Sjálfstæðis-
flokkurinn sem GJÖRSAMLEGA hefur klúðrað málum og misst
alla tiltrú og traust". 

Okkur greinir bara á um hvað þarf að koma í staðinn.  Eg er ekki viss um að Hægri Gænir sé raunhæfur valkostur, sérlega vegna þjóðrembings og einangrunarstefnu.  Sagan segir okkur að dauði þjóða hefst einmitt þannig. 'Attum okkur á því að 21. öldin er upp runnin, með samvinnu þjóða í stað styrjalda (þetta á því miður helst við um Evrópu, en erum við ekki Evrópuþjóð?)  Gefið umsókninni um aðild að Evrópusambandinu tíma, vegum og metum niðurstöðuna og, að hætti lýðræðissinnaðs og þróaðs samfélags, KJÓSUM UM AÐILD!  

Við, fólkið í landinu, viljum ráða þessu sjálft! 

Smári (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 22:22

4 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - og aðrir gestir þínir !

Sammála erum við; um flest, Guðmundur minn, en,.... Hægri Grænir, öðlast ekki stuðning minn, fyrr en þeir gefa út opinberlega, að þeir stefni hiksta laust, að ENDANLEGU afnámi Alþingis, hljóti þeir þingsæti, til þess, minn gamli góði fornvinur.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar minn! Er opinn fyrir ÖLLU hvað best hentar fyrir íslenzka þjóð!
Komdu í báráttuna með mér, og sjáum hvað setur!
Bestu kveðjur sem áður og fyrri.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.10.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband