Hræsni forsætisráðherra í auðlindamálum með ólíkindum !


   Hræsni og blekking Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra
í auðlindamálum er með hreinum ólíkindum. Segist fagna miklum
stuðningi  við  kröfu  um  eignarhald  þjóðarinnar  á  auðlindum
hennar, á sama  tíma  og  þessi  sama Jóhanna berst á hæl og
hnakka fyrir inngöngu Íslands í stórríki Evrópu,  ESB. Þar  sem
stærsta auðlind þjóðarinnar, fiskimiðin umhverfis Íslands, færu
samdægurs undir yfirþjóðlegt vald ESB í Brussel, og eignarhald
yfir auðlindinni færðist í eigu erlendra aðila á ótrúlega skömmum
tíma. Aðrar auðlindir kæmu svo í kjölfarið.

  Hápunktur  hræsni  og  blekkingar  forsætisráðherra er svo  að
reyna  að telja þjóðinni trú um, að yfirráðaréttur þjóðarinnar yfir
auðlindum sínum  sé best tryggður í stjórnarskrá. Stjórnaskrá
sem þessi sama Jóhanna ætlar í raun að afnema með því  að
innlima Ísland í ESB. En samdægurs við ESB-aðild víkur stjórn-
arskrá Íslands fyrir stjórnarskrá ESB, Lissabonsáttmálanum,
með öllum þeim breytingum sem hann á eftir að taka í ferli ESB
að Bandaríkjum Evrópu.  Þannig var stjórnlagaþingskosningin
í vetur ein stór blekking og tilgangslaus, gerist Ísland aðili að
ESB, sem Jóhanna og hennar andþjóðlega hafurtask stefnir að. 

  Besta tryggingin fyrir óskorðuðum yfirráðum og eignarhaldi
Íslendinga yfir hinum dýrmætu auðlindum sínum, er því úthýsun
þeirra  óþjóðhollu stjórnmálaafla og skoðanna  sem Jóhanna
Sigurðardóttir og hennar hafurtask aðhyllist. Því þjóðarheill og
íslenzk framtíð á Íslandi er augljóslega í veði!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Það er; undir Íslendingum komið, alfarið,, hver framvindan verður, hér á Fróni, á komandi misserum.

Verði þau; Jóhanna og Steingrímur ekki handsömuð, af Alþýðunni sjálfri - munu þau halda áfram, af Fítons krafti, að merja niður samfélag okkar.

Svo einfalt; er nú það, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband