Sjálfstæðisflokkurinn skilar enn auðu í Icesave! Ekki Hægri grænir!


   Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins gat engu
svarað um afstöðu  hennar  eða  flokksins í Icesave í Silfri
Egils í gær. Hins vegar stóð ekki á formanni Hægri grænna,
Guðmundi Franklín Jónsyni að segja ÞVERT NEI við Icesave
í sama þætti. Eins og talsmanni fyrir sönnum þjóðhollum
hægriflokki sæmir. 

  Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu uppstokkunin á
hægri kanti íslenzkra stjórnmála er orðin brýn. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur gjörsamlega  brugðist  sínu hlutverki  þar.
Nýtt blóð þarf því að  koma  þar til forystu sem allra fyrst, til
að hefja nýtt uppbyggingarstarf á íslenzkum forsendum, koma
stjórn á hlutina í þágu almennings, efla tiltrú á íslenzka framtíð
í frjálsu Íslandi, og ekki síst til að halda hinum andþjóðlegu
vinstriöflum í skefjum, VARANLEGA!  

   ÁFRAM ÍSLAND!  EKKERT ICESAVE né ESB-AÐILD!

  tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er alveg rétt að það er hrópandi þögn af hálfu Sjálfstæðisflokksins um Icesavemálið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.1.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sæll Guðmundur.

Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu uppstokkunin á
hægri kanti íslenzkra stjórnmála er orðin brýn. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur gjörsamlega  brugðist  sínu hlutverki  þar.

Fyrir mitt leyti, eru almenn hægri grunn hagsmunamál eru eina málið sem fjöldinn skilur.

Júlíus Björnsson, 17.1.2011 kl. 02:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Áheyrilegur Guðmundur Franklin.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2011 kl. 11:22

4 identicon

Hvort sem við köllum það hægri eða vinstri; ÖLL okkar ríkisstjórn hefur brugðist.

Við erum ofurseld IMF, kröfum Breta, Hollendinga ofl ásamt því að auðlindir þjóðarinnar, auðlindir sem hafa ríkulega blessað okkur í gegnum tíðina, er búið að stimpla með verðmiða og bjóða erlendum risa-fyrirtækjum til kaupa á sannkölluðum bónusprís!

Magma Energy, svo e-ð sé nefnt, stofnuðu sænskt skúffufyrirtæki (ásamt öðru illa þefjandi pappírs-svindli), til að næla sér í það GULL sem íslenskur jarðvarmi sannarlega er.

Og af því að mér skilst; þá var hið svokallaða "erlenda fjármagn" sem þeir mættu með inn til landsins 70% íslenskt kúlulán með VEÐI í hlutabréfum þeirra!? Finnur einhver icesave-keim af þessari skítafýlu? Einhvernveginn þykir mér líklegast að þetta blessaða 'veð' sé ekki mikið merkilegra en innihaldslaus tjekki!

Takk ríkisstjórn; þið hafið skotið hvert einasta fædda og ófædda mannsbarn á Íslandi í fótinn(hógvær myndlíking), um ókomna áratugi!

Diddi (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 19:58

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland hefur runnið meira saman við EU en UK að mínu mati. Englandsbanki er ekki undir eftrispurnar yfirráðum Seðlabankakerfis Evrópu, hefur markaði til að fjármagna sig á út fyrir alla EU. UK er með elífðar undantekningu líka af Schengen.

Efnahagslega  á Brussel Ísland. Það er á Íslandi sitja leppstjórnir í augum Alþjóðasamfélgsins.

Júlíus Björnsson, 19.1.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband