Vinstristjórnin gerir mann æ hægrisinnaðri!


     Nú þegar Íslendingar hafa í fyrsta skiptið kynnst  hinni
TÆRRI VINSTRIMENNSKU með myndun fyrstu hreinræktuðu
vinstristjórnar á Íslandi, fær maður loks að kynnast umbúða-
laust hvað í hinni hreinræktuðu vinstrimennsku fellst.

   AÐFÖR AÐ ÞJÓÐFRELSINU OG KÚGUN ALMENNINGS!

   Það vantaði sem sagt bara TÆRA vinstristjórn svo að sótt
yrði um aðild að ESB. Ein mesta aðför að fullveldi og sjálfstæði
Íslands a.m.k frá lýðveldisstofnun.

   Og það vantaði bara TÆRA vinstristjórn til að gera eina
mestu aðför að lífskjörum almennings, a.m.k frá lýðveldis-
stofnun. Ivesave 1, Icesave 2 og nú Icesave 3.

  Hvað segir þetta manni? Horfum á söguferli vinstrimenn-
skunnar frá  upphafi. Aldrei hefur alþýða manna líðið jafn
bölvanlega og undir stjórn svokölluðu kommúnískra alþýðu-
lýðvelda. Aldrei nutu þjóðir jafn mikið ófrelsi og undir stjórn
kommúnista. (Öreigar heims áttu að sameinast í einu Sovéti)
Kúgunin var ALGJÖR!

   Og skyldi það vera tilviljun sem nú er að gerast á Íslandi
í dag? Og jafnvel fyrir hrun! Því það var einmitt hugverk og
fyrir tilstuðlan hinna vinstrisinnuðu sósíaldemókrata að koma
Íslandi t.d undir hið stórgallaða EES-regluverk. Sem engan
veginn hentaði örríkinu Íslandi, og var kveikjan að hruninu
mikla árið 2008.

    Og nú eftir hrun blasir svo aulahátturinn og aumingja-
skapurinn  hvarvetna  við. Alveg sérstaklega í yfirgengilegum
flatmagahætti gagnvart  kúgun  erlendra  nýlenduvelda ESB,
Breta og Hollendinga í Icesave. Á næstu dögum ætlar hin
alræmda  vinstristjórn komma og krata að þröngva upp á
þjóðina drápsklyfjasamningi SEM ALLS EKKI BER  AÐ GREIÐA.
Heilir  27  milljarðar  eiga strax á þessu ári að fjúka úr hinum
GALTÓMA ríkiskassa bara í vexti í erlendri mynt til nýlendu-
veldanna í ESB, af ,,skuld" sem í laganna skilningi ER EKKI TIL
og á því ALLS EKKI AÐ GREIÐAST! Bara til að þóknast Brussel
til að fá gott veður inn í ESB. Og á sama tíma er velferðarkerfinu
á Íslandi nánast rústað.  Já bara til andskotans með kjör  al-
mennings á Íslandi, þegar öfgahyggja hinnar alþjóðasinnuðu
vinstrimennsku er í veði.  

   Vonandi að þjóðin læri nú af reynslunni, alveg sérstaklega
þeir sem hingað til hafa talið vinstrimennsku hliðholla alþýðu
og þjóðfrelsi. Þvert á móti er hún HELSI fyrir hvort tveggja,
eins og dæmin svo berlega sanna á Íslandi í dag.

   Hins vegar hefur þessi reynsla af hinni TÆRU vinstrimennsku
á Íslandi í dag gert mann að eindrægnum þjóðhollum hægrisinna.
Sem félaga í HÆGRI GRÆNUM! Hinum eina sanna hægriflokki á
Íslandi í dag!

   
    tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.........
      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst hluturnir í dag ekki snúast um hægri og vinstri hvað varðar vinnuafl Þjóðarinnar: um 80% þegnanna sem meiga leita að sér að vinnu alla EU. 

Frekar minnir þetta á kerfið sem var í gangi á 18. öld. Stjórnmálin er til að hafa ofan af fyrir lýðnum. Diversion Strategy. EU tactic.

Júlíus Björnsson, 28.1.2011 kl. 02:50

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að heilbrigið börn fæðist til hægri. Valið séu svo allar stefnur frá hægri. Hægri er upphafið og þungmiðjan.

Júlíus Björnsson, 28.1.2011 kl. 02:53

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, jafnan !

Og; ekkert er það, til að skelfast - eins og málum er nú komið, þó svo menn snúi meira, á Stjórnborða, Guðmundur Jónas.

Íhugunarvert; sem oftar, það sem Júlíus segir hér, að ofan, einnig.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:10

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Hvenær ætlar þú að fara að skilja jafn einfaldan hlut og það að ESB aðild ógni hvorkik sjálfstæði okkar nér fullveldi. Fullyrðingar um slíkt eru þvílíkld dómadagskjaflæði að það hálfa væri nóg. Þar af leiðandi er umnsókn að ESB ekki á nokkurn háatt aðför að flulveldi eða sjálfstæði og þaðan af síður einhvers konar þjóðsvik. Að öllum líkindum munum við hafa meiri áhrif á okkar mál innan ESB en utan enda máttur lítilar þjóðar lítill þegar hún er ein og sér miðað við það þegar hún starfar með öðrum stærri þjóðum.

Ástæða þess að lískjör hafa versnað hér á landi er sú að hér varð hrun en ekki sú að hér er vinstri stjórn. Það að hér er vinstri stjórn hefur þó orðið til þess að lífskjör þeirra verst settu hafa skerst minna en hefði gerst ef hér hefði verið hægri stjórn.

Ef við viljum hér öflugt velferðakerfi með góðum lífskjörum fyrir alla þá þurfum við einmitt að læra af reynslunni og halda hægri mönnum frá landsstjórninni.

Sigurður M Grétarsson, 29.1.2011 kl. 22:30

5 Smámynd: Elle_

Evrópusambandið ógnar fullveldi okkar og sjálfstæði.  Evrópusambandið mun fara með æðsta vald og það þýðir að við munum ekki fara með æðsta vald.  Fullkomlega sammála Guðmundi sem fyrr. 

Elle_, 30.1.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband