Vegir Sjálfstæðisflokksins órannsakanlegir !


   Icesave er samofið ESB-aðild. Allir vita það sem vilja vita,
enda viðurkennt af a.m.k   Hollendingum og Bretum. Þess
vegna er afstaða þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem
segjast  vera á móti ESB-aðild, en gátu samt stutt  Icesave,
með öllu óskiljanleg. Því hafni þjóðin Icesave í komandi þjóð-
aratkvæðagreiðslu, er ESB-aðildarumsóknin út af borðinu.
Og ekki bara það, heldur hin alræmda vinstristjórn líka. Tvær
hættulegar flugur í einu höggi  slegnar  niður. Já vegir Sjálf-
stæðisflokksins eru órannsakanlegir!

   Allir þeir er aðhyllast þjóðholl borgaraleg viðhorf hafna
Icesave af tveim prinsippástæðum. Um er að ræða ólög-
varða kröfu, og það frá óvinveittum nýlenduveldum. Og
um er að ræða skuldir EINKAAÐILA (útrásarglæpamanna)
sem er íslenzkum skattgreiðendum algjörlega óviðkomandi.
Þessum grundvallarviðhorfum  lítur  Sjálfstæðisflokkurinn
algjörlega framhjá.  Já vegir Sjálfstæðisflokksins eru svo
sannarlega órannsakanlegir!

   Þess utan eru engar líkur á að svokölluð dómsmálaleið
verði farin af Bretum og Hollendingum. Allt of mikil áhætta
fyrir þá að fara þá leið. Auk þess sem íslenzkir dómsstólar
eiga þar síðasta orðið.

   Já það er svo ótrúlegt allt með þennan Sjálfstæðisflokk.
Vegir hans eru ekki bara órannsakanlegir, heldur og ekki
síst ÓBORGANLEGIR!  Sbr. hrunið og  Ísland í dag!

 
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að láta mjólka sig eru viðskiptahættir sem eru mjög vanþroskaðir! Tíðkast í ýmsum maura samfélgögum. Low live shit!  Höfnum  Icesave og ábyrgðarlausu einkaframtaki einstaklinganna í gegnum stjórnsýsluna. 

Byggjum á grunninum.

Júlíus Björnsson, 25.2.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband