Verða HÆGRI GRÆNIR aðal valkostur fyrir ESB-andstæðinga?


   Mjög athyglisverð þróun á sér nú stað innan ESB. Þeir
stjórnmálaflokkar sem hvað harðastir eru gegn hinu yfir-
þjóðlega valdi í Brussel eru hvarvetna í stórsókn innan
þessa hnignandi sambands. Nýjasta dæmið eru finnsku
þingkosningarnar, þar sem aðal ESB-andstöðuflokkurinn
nær sexfaldaði fylgi sitt.  Heilbrigð ÞJÓÐHYGGJA virðist því
vera í mikilli sókn í Evrópu gegn hinni gjaldþrota alþjóða-
hyggju sem hið stórlaskaða miðstýrðra ESB byggir aðallega
á. 

   Í ljósi þess hversu illa stjórnmálaflokkar á Íslandi eru nú
klofnir í afstöðu sinni gagnvart ESB utan Samfylkingarinnar,
hlýtur fyrr en seinna að stóreflast flokkur þar sem allir sannir
ESB andstæðingar geta 100% treyst, stutt  og  kosið.  Því
á  sú  spurning  fyllilega  rétt  á  sér hvort HÆGRI GRÆNIR,
FLOKKUR  FÓLKSINS,  gæti  orðið  slíkur flokkur? Þetta  er
framfarasinnaður  þjóðhyggjuflokkur, sem  ALFARIÐ hafnar
aðild Íslands að ESB, AF PÓLITÍSKUM ÁSTÆÐUM, með á annað
þúsund félagsmenn. Og í skoðanakönnun Útvarps Sögu um
helgina, þar sem hátt  í þrjúþúsund manns tóku þátt, urðu
HÆGRI GRÆNIR í næst efsta sæti með 21.7% atkvæða.  
  
   Tilvís.  HÆGRI GRÆNIR á facebook.
mbl.is Umskipti í finnskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útvarp Saga er ekki þekkt fyrir árreiðanleika. Skoðanakannanir þar sem fólk hringir inn eru marklausar. Það vita allir sem fást við rannsóknir á viðhorfum fólks.  Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn gleypi Hægri græna ef þeir ná einhverri fótfestu sem er reyndar ólíklegt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband