Íslendingar í herþjónustu. Gott mál!


   Það að Íslendingar menntist til herþjónustu í norska
hernum er bara hið besta mál. Ekki hvað síst þegar til
framtíðar er litið. Því sem sjálfstæð og fullvalda þjóð
munu Íslendingar taka við vörnum Íslands, og vera
þannig fullgildir í hópi frjálsra þjóða.

   Afstaða  sumra  Íslendinga, einkum  andþjóðlegra
vinstrisinna, til varnar-og öryggismála er þjóðarskömm,
þar sem varnarleysi er talið göfugt. Þvert á móti er slíkur
hugsanaháttur meiriháttar þjóðfjandsamur, enda er það 
frumskylda hvers ríkis að verja þegna sína, bæði utanfrá 
sem innanfrá.

   Hámark ósvífninnar er tillaga sem nú liggur  fyrir hinu
ólöglega stjórnlagaráði, að banna herskyldu á Íslandi
í stjórnarskrá.  Ísland yrði þá fyrsta ríkið í heiminum sem
bannaði ríkinu að verja þegna sína og land í neyð.

   Tákn fyrir agaleysið, vanvirðinguna og stjórnleysið á
Íslandi í dag!  Fyrir utan allan aulaháttinn.  
mbl.is Íslendingar í herþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Rétt; hjá þér. Og þá; í Herjum landa, sem ekki eru inn vinkluð Bandarískum og Evrópskum (ESB) Heimsvaldasinnum.

En; jafnframt, rangt hjá þér, að Íslendingar skuli dirfast til, að vera þátttakendur í eldfornum ættbálka erjum, eins og austur í Baktríu (Afghanistan) og Mesópótamíu (Írak), erjum og styrjöldum, sem blandaðar eru trúarsýki eingyðis hátta, austur þar, fornvinur góður - og Vesturlöndum kemur AKKÚRAT EKKERT VIÐ, aukinheldur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála Óskar minn.  Við Vesturlandabúar höfum ekkert til
Afganistan að gera.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.6.2011 kl. 16:14

3 Smámynd: Björn Birgisson

Íslenskur her - hljómar ekki vel!

Björn Birgisson, 17.6.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband