Landhelgin óvarin í boði kommúnista!


   Skyldi það vera tilviljun að íslenzka landhelgin og fiskveði
lögsagan skuli nánast vera óvarin í boði kommúnista í fyrsta
sinn í sögu lýðveldisins? Í fyrsta sinn er hér starfar hreinræktuð
vinstristjórn með kommúnista sem yfirráðherra löggæslu  til
sjóðs og lands ?  Kommúnista sem hafa það sem sitt helsta
markmið að gera Ísland berskjaldað og varnarlaust!

   Nei. Auðvitað er þetta ekki tilviljun!  Ekki frekar en þessi
SAMI  kommúnístaráðherra  lét  mála  tvö  helstu varðskip
Íslendinga  í ESB-fánalitunum, áður en hann leigði þau til
strandgæslu fyrir ESB.  En þessi SAMI kommúnistaráðherra
situr í ríkisstjórn sem vinnur að því nótt og dag að koma
Íslandi undir hið yfirsovétskavald í Brussel.  Tilviljun?

   Rekstrarerfiðleikar Landhelgisgæslunnar ER HEIMATILBÚIN
og þaulhugsaður af hinni þjóðfjandsömu vinstristjórn kommún-
ista og sósíaldemókrata.  Meir er nóg er til af peningum til að 
halda  úti ÖFLUGUM varskipa- og flugflota kringum Ísland allt
árið í kring, ef rétt væri forgangsraðað. Má þar nefna 5-7 mill-
jarðana í þróunarsjóði ESB sem ENGIN lagaskylda bar til að
greiða í, auk milljarðanna sem fara í hið OFUR-tilgangslausa
froðusnakk um aðild Íslands að ESB.

   Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vinnur gegn  ís-
lenzkum þjóðarhagsmunum í öryggis-og varnarmálum nótt
og dag, og ber því að víkja.  Eins og öll hans þjóðfjandsama
vinstristjórn!

   Tilvís. HÆGRI GRÆNIR með aðalfund 17 júní.  ALLIR velkomnir!
  
mbl.is Aðeins ein þyrla verður til taks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórar og miklar fullyrðingar hér á ferð sem sennilega standast ekki þegar málið er skoðað nánar.

Strax eftir hrun, meðan hér var enn ríkisstjórn með sjálfstæðismenn í forystu, var tekinn ákvörðun um mikinn niðurskurð á fjárveitingum til Gæslunnar líkt og annarra stofnana. Þá þegar var farið í að skoða hvort Gæslan gæti komið tækjum í verkefni annarsstaðar til að halda þeim í rekstri og unnt væri að halda mannskap í vinnu. Það er varla hægt að kenna "kommunum" um það.

Það má einnig segja að yfirstjórn Gæslunnar á heiður skilinn fyrir þann vilja að gera það sem hægt er til að halda tækjunum úti og skaffa fólki vinnu. Ef þetta hefði ekki verið gert lægi annað skipið bundið við bryggju og áhöfnin atvinnulaus. Því miður er ástandið slæmt í nokkra mánuði við Ísland og reyndar óviðunandi en lagast þegar nýja skipið kemur. Það er þó mín skoðun að hér sé ekki nóg að vera bara með eitt skip við eftirlit. Þau ættu öll þrjú að vera gerð út hér við land.

Þá er rétt að benda á að það er aðeins annað varðskipið sem merkt hefur verið ESB en það er vegna þess að það skip hefur verið leigt af ESB til fiskveiðieftirlits. Skipið er þannig í raun gert út af ESB. Hitt skipið er gert út af Gæslunni í þetta landamæraeftirlit sem Ísland er að taka þátt í sem aðili að Schengen og er það merkt Gæslunni eins og áður.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband