Umsvif Huangs ber að skoða með varfærni!


   Risakaup kínversk kaupsýslumanns og fyrrv. starfsmanns
í kínverska áróðursmálaráðuneytinu á stóru íslenzku lands
svæði á  Grímstöðum  á  fjöllum, ber að skoða  með mikilli
varfærni.  Hér  er um stórt íslenzkt  landsvæði að ræða en
ekki venjulega  afmarkaða  bújörð.  Þá tengist kaupsýslu-
maðurinn kínverskum  stjórnvöldum  nánum  pólitískum
böndum, sem gerir málið enn viðkvæmara.

  Eigum að hafa mjög góð samskipti við Kínverja hér eftir
sem hingað til. En þegar kemur að uppkaupum erlendra
aðila á heilum íslenzkum landssvæðum ber að spyrna við
fótum! Sama hver í hlut á. EES-samningurinn er m.a þess
vegna varhugaverður, þótt enn hafi ekki reynt á hann
hvað þetta varðar.  M.a þess vegna eigum við að uppsegja
honum, enda af honum einungis leitt tjón og óhagræði
yfir þjóðina, sbr. bankahrunið. 
mbl.is Umsvif Huangs hér vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband