Tillögur Péturs um kvótann stórhættulegar !


   Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst
leggja fram frumvarp um lausn á fiskveiðistjórnarfrum-
varpinu. Í fljótu bragði virðast tillögunar stórhættulegar
og ruglingslegar, í anda botnlausrar frjálshyggju. Þar
sem m.a útlendingum verður leyft að kaupa kvótann
til jafns við Íslendinga. Hvernig dettur manninum í
hug að gera slíkt? Því eitt af því hættulegasta við að
ganga í ESB fá einmitt erlendir aðilar leyfi til að kaupa
upp íslenzkar útgerðir og kvóta þeirra!

   Enn og aftur sannast að sjálfstæðismönnum er ekki
lengur treystandi við stjórn landsins. Leiddu eitt mesta
efnahagshrun yfir þjóðina í Íslandssögunni með sósíal-
demókrataiskum vinum sínum, og nú hyggst Pétur H.
Blöndal toppa skandalinn og bjóða umheimi öllum  að
falast eftir dýrmætustu auðlind Íslendinga, fiskimiðunum
umhverfis Ísland!

   Já. Enn einn skandallinn úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins!
mbl.is Allir fái veiðiheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að tala um að útlendingar fái að kaupa allann kvótann... bara hluta af þessum 2,5% sem eiga svo að fyrnast á 40 árum frá úthlutunard.

Stjáni (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Pétur fjárhirðir týndi öllu fénu, viljum við að hann týni líka fiskinum.

Aðalsteinn Agnarsson, 16.11.2011 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Aðalsteinn. Hvernig fór með kenningu Péturs gagnvart sparísjóðunum,
,,fé án hirðis". Hákarlanir gleyptu þá að lokum. Það sama mun gerast
varðandi erlendu hákarlana. Þeir munu gleypa okkar fiskimið að lokum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2011 kl. 00:22

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Andskotans RUGL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband