Sósíaldemókrataísku öflin urðu ofan á!


   Það er bráðfyndið þegar Magnús Orri Schram þingmaður
Samfylkingarinnar segir að harðlínuöflin hafi orðið ofan á
hjá Sjálfstæðisflokknum á landsfundi hans nú um helgina.
Harðlínuöfl hverra? Sósíaldemókratanna í Sjálfstæðisflokk-
num! Því öll Icesave-forystan var endurkjörin! Eins og hún
leggur sig! Feld var meir að segja  tillagan  um að  draga
umsóknina að ESB til baka með sósíaldemókrataískum bola-
brögðum að hætti ESB-lýðræðisins. Stuðningur við hið stór-
gallaða EES-regluverk var áréttað og Schengen-ruglið líka.
Allt í anda sósíaldemókrataisma Magnúsar Orra. Meir  að
segja var feld tillaga um  að banna  erindreka  kínverska
kommúnístaflokksins  að  kaupa upp  heilu  landsvæðin á   
Íslandi. Einnig í anda sósíaldemókrataisma Magnúsar Orra.

   Magnús Orri  hefur  heldur betur farið vitlaust fram úr í gær
og lesið nánast allan landsfund sjálfstæðismanna með öfugum
formerkjum.  Enda hrósuðu JÁ-sinnarnir sigri á fundinum undir
forystu  Benedikts Jóhannessonar, þar sem hinar sósíaldemó-
krataísku  stöllur Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðs voru
ekki langt undan!

   En það sem Magnús Orri getur nú hins vegar glaðst yfir er að
þúsundir borgarasinnaðs þjóðhyggjufólks mun nú yfirgefa Sjálf-
stæðisflokkinn og leita sér nýs pólitísks vettvangs. Eitthvað sem
sósíaldemókratar fjórflokksins ættu að óttast og hafa virkilegar
áhyggjur af!
mbl.is Harðlínuöfl ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband