Forsetinn maður ársins! Verður að halda áfram!


   Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, var í dag 
kosinn maður ársins  af  hlustendum Útvarp Sögu.  Ólafur
verðskuldar þessa útnefningu, ekki síst fyrir að hafa staðið
dyggan vörð um þjóðarhagsmuni íslenzku þjóðarinnar, sbr. 
Icesave-málinu. En í því máli  forðaði  fosetinn  þjóðinni frá
algjöru þjóðargjaldþroti með stuðningi þjóðarinnar. Tók
þannig afdrífaríka afstöðu með þjóð sinni gegn andþjóð-
legum öflum og erlendum nýlendukúgurum.

   Hér með er allt þjóðhyggjufólk á Íslandi hvatt til að skora
á forsetann að gefa áfram kost á sér í komandi forseta-
kosningum á næsta ári. Hef þegar gert það með tölvupósti
á www.forseti@forseti.is  Á viðsjárverðum tímum á heims-
vísu og á Íslandi í dag þarf þjóðin á sterkum forseta   og
þjóðhyggjumanni á að halda eins og Herra Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta íslenzka lýðveldisins..................

    Heill forseta vorum og fósturjörð!

 


mbl.is Ólafur Ragnar maður ársins hjá Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kemst ekki inn á þessa síðu Guðmundur, erron on page. Ég vil gjarnan skrifa undir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 17:11

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þá er bara að fara á heimasíðu forsetaembættisins og senda honum
tölvupóst þaðan. En gleiðilegt ár Ásthildur og bestu kveðjur vestur.
En fjölskylda mín hefur nú aftur eignast hús okkar á Flateyri Strýtu sem
afi og amma byggðu 1915-1916. Þannig framvegist tengist við nú sterkum
böndum vestur á heimaslóðirnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.12.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geri það Guðmundur.   Til hamingju með eignina á Flateyri, þú ert alltaf velkominn í kaffi þegar þú ert á ferðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband