Enn eitt krataframboðið með anarkista-ívafi


    Enn eitt krataframboðið var stofnað í gær. Björt framtíð. Enn
eitt  útibúið  frá aðalstöðvum  sósíaldemókratanna  á  Íslandi,
Samfylkingunni. Nema hvað nú við bætist anarkistarnir og trúð-
arnir  úr Besta  flokknum  í  Reykjavík.  Fullkomin aulablanda  í
takt við hinn pólitíska tíðaranda á Íslandi í dag.  Flokksstofnun
án stefnu, utan þess að koma Íslandi endanlega undir erlend
yfirráð.  ESB. -  HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR! SKANDALL!

    Hin pólitíska upplausn og stjórnleysið á Íslandi í dag er orðið
verulegt áhyggjuefni. Óþjóðholl öfl virðast geta nánast vaðið
uppi óárétt, hvert  sem  litið er.  Aulahátturinn  ALGJÖR  eins og 
í Brussel í dag. Jafnvel virðingin og traustið á hinu  þúsund  ára
Alþingi er  fokið út í veður og vind. - Ríkisstjórnin ef ríkisstjórn
skal kalla dauð og tröllum gefin. Enda Gnarristanir grasserandi
sem aldrei fyrr. ,,Helvítis foking fokk".

     Aldrei hefur verið meiri þörf á nýju ALVÖRU hægrisinnuðu
ÞJÓÐHYGGJUAFLI til að takast á við upplausnina, agaleysið og
trúleysið meðal ráðamanna á íslenzka framtíð og einmitt í dag.
NÝTT ÞJÓÐHOLLT hægrisinnað afl, FLOKKUR FÓLKSINS á Íslandi!
Hlakka til þess að senn styttist í allsherjar kynningu á því nýja
afli. Þannig að um VIRKILEGT VAL verður  að ræða nú í komandi
þingkosningum.  Fyrir allt framfarasinnað   og frjálslynt víðsýnt  
þjóðhyggjufólk. MEÐ ÓBILANDI TRÚ Á ÍSLENZKA FRAMTÍÐ!

   ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Nýtt stjórnmálaafl stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband