Icesave- og ESB-andstæðingar! SKORUM Á FORSETANN!


    Senn líður að því að undirskriftarsöfnunin þar sem skorað er
á forseta Íslands, Herra Ólaf Ragnar Grímsson, að gefa kost á
sér áfram, ljúki.  En upplýst hefur verið af þeim sem standa að
undirskriftarsöfnuninni að henni ljúki í lok n.k þriðjudags. Þegar
þetta er skrifað hafa um 28.600 manns skrifað undir. Þannig að
enn vantar um 1.400 áskorendur svo 30.000 markinu verði náð.
Og gott betur, því búast má við einhverjum afföllum þegar listinn
verður yfirlesinn  og keyrður við þjóðskrá.

   Afar mikilvægt er að ALLIR Icesave-andstæðingar sem skoruðu
tvívegis á forsetann um að vísa Icesave-þjóðsvikunum í þjóðar-
atkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru kolfelldir, skori nú á þennan
sama þjóðholla  forseta að gefa kost á sér aftur. Ekki bara vegna
þess að með ákvörðun sinni forðaði forsetinn íslenzkri þjóð nánast
frá gjaldþroti og ævarandi ólögvarins skuldaklafa. Heldur bendir
allt til þess að Icesave-stjórn Jóhönnu og Steingríms bíði nú færis
að skrifa undir enn einn Icesave-þjóðsvikasamninginn, strax þegar
skipt  hefur  verið  um forseta, og  veikgeðja  andþjóðleg strengja-
brúða að þeirra skapi hafi tekið við á Bessastöðum. Serk vísbending 
þessa  er þegar  Icesave-stjórninni  fól  BRESKRI  lögmannastofu og
BRESKUM  lögfræðingum  málsvörn  Íslands fyrir EFTA-dómsstólnum.
Þar sem hagsmunir breska ríkisins vega jafnt á við það íslenzka. Enn
ein ÞJÓÐARSVIKIN í Icesave, og ein meðal þeirra alvarlegustu.

    Þá er Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti andvígur aðild Íslands
að ESB. Því er einnig AFAR MIKILVÆGT að ESB-andstæðingar skori á
forsetann  til að gefa kost á sér. Þurfum á slíkum sterkum þjóðhollum
forseta að halda meðan stríðið um Ísland stendur sem hæðst.  Auk
þess sem hin pólitíska óvissa og upplausn hefur aldrei verið eins
mikil og í dag.  Þá er einmitt mikil þörf á sterkum þjóðhollum forseta.

    SKORUM Á FORSETA VOR TIL ÁFRAMHALDANDI STARFA!

    ÁFRAM ÍSLAND!

    www.askoruntilforseta.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nú hafa tæp 29 þúsund skrifað undir eða nær 28.900.  Nær væri að hafa undirskriftasöfunina í gangi lengur og kannski fram í mars, apríl.

Elle_, 11.2.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband