Enginn ESB-andstæðingur getur kosið Þóru!


    Þótt ein skoðanakönnun sýni Þóru Arnórsdóttir forsetaframbjóðenda
með mest fylgi þessa stundina, er vert að benda á að enn er langt til
kosninga og kosningabaráttan ekki hafin, enda framboðsfrestur ekki
enn útrunninn.

   Miðað við úr hverju rammpólitísku umhverfi Þóra kemur verður að
telja kosningu hennar til forseta Íslands hverfandi.

    Þóra stendur m.a fyrir viðhorfum sem stór hluti kjósenda er mjög
andsnúinn. En Þóra er mikill ESB-sinni, stofnandi samtaka sem berjast
fyrir  aðild Íslands að ESB, enda er Þóra yfirlýstur sósíaldemókrati.
Sem ESB-sinni er Þóra Icesave-sinni sem ekki hefði komið í veg fyrir
þjóðargjaldþrot,  með neitun á Icesave eins og núverandi forseti
gerði í TVÍGANG með stuðningi þjóðarinnar!

   ESB-aðild Íslands er mesta deilumálið frá því að Ísland varð fullvalda
1918.  Þá er þetta sjálfstæðismál mikið tilfinningarmál hjá fjölda Ís-
lendinga.   Það mikið að kosning ESB-sinna og rammpólitískan sósíal-
demókrata á Bessastaði verður því að teljast mjög hverfandi!  Því
ENGINN sannur  ESB-andstæðingur sem er í miklum meirihluta meðal
kjósenda í dag getur  kosið Þóru!  Svo einfalt er það!

   ÁFRAM HR. ÓLAF RAGNAR Á BESSASTÖÐUM!   ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Þóra mælist með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn kýs KRATA að Bessastöðum.......

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 15:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.4.2012 kl. 16:27

3 identicon

Hvenær hafði Þóra síðast afskipti af pólítík..

Heldur er það svo aumt að eftir 16 ára "farsæla" setu sem forseti virðist það eina sem stuðningsmönnum Ólafs Ragnars dettur í hug að benda sé hugsanlegur stuðningur annarra frambjóðenda við inngöngu í ESB

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 18:23

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Þóra hefur RAMMPÓLITÍSKAR SKOÐANIR og ALLAR eru þær ÓÞJÓÐHOLAR og ANDSTÆÐAR FRJÁLSU og FULLVALDA ÍSLANDI.
Hún VAR og ER og VERÐUR skv. sínu pólitíska innræti ÆTÍÐ á mála hjá
Brusselvaldinu.  Slík manneskja HEFUR E K K E R T  á Bessastaði
að gera fyrir FRJÁLST og FULLVALDA ÍSLAND!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.4.2012 kl. 19:48

5 identicon

Sjálfur er ég mótfallinn inngöngu Íslands í ESB, en almáttugur ... ég reyni að vera ekki eins barnalegur í röksemdarfærslu minni eins og sumir hérna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 02:13

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meiriháttar barnalegur H.T !  Ertu að halda að einhver trúi þér hér.? Hvaða
ESB-sinni bað þig að skrifa þetta hér? Og þú gerir það sem slíkur! Enda
ætlar að koma ESB-sinna á Besastaði. ENGINN ESB-andstæðingur gerir slíkt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2012 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband