IPA-samþyktin afhjúpar nú loks ESB-sinna á Alþingi!


   Þá liggur nú ENDANLEGA  fyrir hvaða flokkar og þingmenn eru
YFIRLÝSTIR ESB-AÐILDARSINNAR á Alþingi Íslendinga. Þeir  eru
einfaldlega þeir sem samþykktu IPA-ESB-aðlögunarstyrkina, eða
sátu hjá. Hinir sem höfðu ekki einu sinni fyrir því að kalla inn vara-
menn í slíku stórmáli, eru stórt spuningjarmerki???

   Úrslit urðu 30 já, 18 nei, 4 hjásetur (gungur) og 10 fjærverandi.
Þannig að himinn og haf er milli þings og þjóðar í Evrópumálum!!!
Ekki að undra þótt 90% þjóðarinnar setur frat-traust á núverandi
þing.

   Stóra fréttin er sú að hin ESB-sinnaða Samfylking er ekki lengur
eini heili ESB-flokkurinn á Íslandi. Í þann hóp hafa nú Vinstri græn-
ir bæst, enda settu ESB-lestina af stað. Meira að segja kommúnista
gungan Ögmundur Jónasson sat hjá. Þá opinberaði Hreyfingin sig
sem ESB flokk, skondin skilaboð til Dögunar hennar. BJÖRT FRAM-
TÍÐ Guðm.Steingrímssonar staðfesti og sig sem ESB-flokk, sem
ekki kom á óvart! Þá yfirlýsti sósíaldemókratinn í Framsókn Eygló
Harðardóttir sig sem ESB-aðildarsinna með já-inu sínu!

   Þá afhjúpaðist ESB-sundrungin í Sjálfstæðisflokki og Framsóknar-
flokki við atkvæðagreiðsluna. Þannig sátu sósíaldemókratarnir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður K Gunnarsdóttir hjá. Og
áhugaleysið og skortur á baráttavilja þessara flokka gegn ESB
var æpandi með fjarveru varaformanns Sjálfstæðisflokksins og
formanns þingflokks flokksins, svo og varaformanns Framsóknar.
Auk fjölda annarra þingmanna þessara flokka.  Já það var  svo
ÖMURLEGT að horfa upp á þessa atkvæðagreiðslu. Sem sýnir að
Alþingi Íslendinga er komið langt langt út í skurð, og verður ekki bjargað
þaðan nema með nýjum kosningum ÞEGAR Í STAÐ!

   Hér með er skorað á ALLT ÞJÓÐHYGGJUFÓLK í Sjálfstæðis-
flokki og Framsókn að koma til liðs við HÆGRI GRÆNA.   EINA
stjórnmálaflokki á Íslandi sem hægt er 100% að treysta nú í
Evrópumálum. Flokkur sem segir NEI við ESB-aðild og umsókn,
NEI við Schengen, NEI við IPA-styrkjum og vill tvíhliða við-
skiptasamning við ESB í stað EES!
 
  ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!
  www.afram-island.is  www.xg.is
mbl.is IPA-styrkir samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

VInstri Grænir eru búnir að vera í núverandi mynd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband