ESB-sinnar og sósíaldemókratar kjósa Þóru !


   Öllu er nú tiltjaldað af ESB-trúboðinu og sósíaldemókrötum
FJÓRFLOKKSINS (með Samfylkingu í  fararbroddi) til þess  að
forsetaframbjóðandi þeirra, Þóra Arnórsdóttir nái  kjöri sem
forseti Íslands 30 júní n.k.  Svo mikill er æsingurinn og tauga-
titringurinn orðin að blásið var til sérstaks Þórudags um land
allt í gær. Sem er ALGJÖR einstakur atburður í stjórnmálasögu
Íslands. Og spurning hvort Þóruliðið dreymi um að blása  til
slíkra Þórudaga á viku eða 10 daga fresti  gerist hið ómögulega
að hún yrði kosin forseti ,,Eva Perón norðursins". 

  ALVEG SÉRSTAKA EFTIRTEKT vekur hvernig lið sósíaldemókrata
í Sjálfstæðisflokknum þeysist nú fram völlinn til stuðnings Þóru
sinni. En hátt í 25% sjálfstæðismanna hyggst kjósa Þóru  sem
lætur nærri þeim harða sósíaldemókrataíska kjarna sem er í
flokknum. Þarna koma út úr skápnum hið ólíklegasta fólk  sem
er  með  sósíaldemókrataískt  hjarta, mjög veikt  undir  ESB-
aðild  enda  kaus með Icesave. -  Meir að segja forystusveit
Sjálfstæðisflokksins er hér ekki undanskilin, enda hugsar vel
til Þóru sem forseta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar eftir næstu þingkosningar. - Þar er líka ástæðan komin
hvers vegna Brussel hefur ekki fyrir löngu lokið ESB-viðræðunum.
Hinn sósíaldemókrataíski armur Sjálfstæðisflokksins á að bjarga
ferlinu eftir kosningar með Samfylkingu og Þóru sem forseta.

   Já það er ÓGEÐFELLT að horfa upp á tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins
í komandi forsetakosningum. Þar sem tekist er á um FULLVELDI og
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS! Að ótrúlegur stór hluti flokksins skuli lúffa og
styðja ESB-trúboðið á Íslandi með þessum hætti sýnir og sannar
að þessum flokki er ALLS EKKI TREYSTANDI. Og  A  L L R A  SÍST
sem þjóðhollum borgaralegum flokki!

    ÁFRAM HR ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON SEM FORSETI ÍSLANDS!

    ÁFRAM ÍSLAND! 
mbl.is Framlög í kosningasjóð Þóru 11,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þeir Sjálfstæðismenn sem fyrir löngu eru búnir að fá nóg af sósíaldemókrataisma innan flokksins ættu nú að horfa til HÆGRI GRÆNNA!
www.xg.is

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband