Þóra helsti vonarneistinn hjá þeim í Brussel


   Nú þegar senn dregur til forsetakosninga beinast nú augu
ráðamanna í Brussel á Þóru Arnórsdóttir forsetafulltrúa þeirra.
Hún virðist nú eini vonarneistinn ráðamanna í Brussel í því að
geta vélað Ísland inn í ESB. Því án  sterks og yfirlýstan  ESB-
sinna á Bessastöðum metur Brussel-valdið  orrustuna um Ísland
tapaða. Ekki síst í ljósi skoðanakannanna þar sem yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild.

   Það á fá nú yfirlýstan ESB-andstæðing og mikinn fullveldissinna
á Bessastaði næstu 4 árin, eins og núverandi forseta, sem tilbúin
er  í  hörku  sjálfstæðisbaráttu  fyrir land sitt og  þjóð, gegn ESB-
landssölu-liðinu og Icesave-þjóðsvikalýðnum, metur Brussel-valdið
tapað stríð. Réttilega! Þess vegna er nú öllu tiltjaldað af ESB-trú-
boðinu hérlendis með stuðningi valdhafanna í Brussel  að  Þóra
Arnórsdóttir verði kjörinn forseti á Bessastaði. Halló!

   Það að Þóra yrði kjörinn forseti myndi einnig auðvelda mjög alla
breytingu á stjórnarskránni svo að Ísland gæti gerst aðili að ESB.
En Þóra er sem kunnugt er einlægur ESB-sinni og var ein af stofn-
endum Evrópusamtakanna sem vill innlima Ísland í ESB. Þá  er
Icesave draugurinn enn á stjái og eins gott að hafa Icesave-sinna
sem forseta eins og Þóru að mati bæði ESB-trúboðsins á Íslandi 
og valdhafanna í Brussel.

    Orrustan um Ísland er því í hámarki þessa daganna. Þar
berjast fullveldis- og þjóðfrelsissinnar gegn sósíaldemókrataísku
ESB-landssöluliði  Fjórflokksins undir forystu Samfylkingarinnar.


   ÁFRAM ÓLFUR RAGNAR FORSETI!

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband