Löggæsla í landinu í molum! Í anda vinstrimennskunnar!


   Það að tveir hælisleitendur gátu labbað óáreittir inn í flugvél á
Keflavíkurflugvelli, fram hjá lagana vörðum  og öryggisgæslu, og
falið sig þar  inn í flugvél, sýnir og sannar að löggæslan á Íslandi
er í algjörum molum.  Enda í samræmi við hugsjónir vinstrimanna
á Íslandi að vera á móti öllu er varðar öryggis- og varnarmál. Og
nú þegar kommúnísti og vinstrisinnaður róttæklingur er sestur í
stól innanríkisráðherra með yfirumsjá öryggis-og löggæslu í land-
inu, þarf ekki sökum að spyrja. Sbr. hin dæmalausa uppákoma  á
Keflavíkurfligvelli og aulaviðbrögðin við henni! Eitt dæmið af fjöl-
mörgum.

   Ástandið í öryggismálum þjóðarinnar hefur snarvestnað eftir að
vinstristjórn kommúnista og sósíaldemókrata komst til valda. Bæði
á sjó og á landi. Sem er meiriháttar í anda hérlendrar vinstrimennsku
til áratuga. Þá hefur Schengen-ruglið ekki hjálpað til og algjör anar-
kismi í málefnum hælisleitenda hefur náð hámark!i Sem betur fer
eru dagar hinnar ömurlegu þjóðfjandsömu vinstristjórnar senn
taldir.

    Verkefni nýrrar þjóðhollar hægristjórnar verða því mörg  og
mikilvæg næstu árin. Stóreflingu löggæslu í landinu og uppsögn
á Schengen-ruglinu  hljóta að verða forgangsverkefni. Ásamt
verulegrar eflingar Landhelgisgæslunnar, og stofnunar leynilög-
reglu til að tryggja sem best innra-sem ytra öryggi ríkisins
eins og tíðkast í öllum öðrum ríkjum.

   Fjármunir til öryggis-og varnarmála eru nægir ef forgangsröðun
ríkisfjármála í þágu þjóðarhagsmuna er fylgt. Tugir milljarðar
væri hægt að benda á í þeim efnum sem mætti skera út  af hinum 
óþjóðhollu gæluverkefnum núverandi vinstristjórnar.  Bæði hér
heima og ekki síður í sukkinu erlendis, ekki síst varðandi ESB-
aðildar ruglið og þróunarsukksjóði ESB svo að milljörðum skiptir..
 
   Já MEÐ LÖGUM OG REGLUM SKAL LAND VORT BYGGJA!
  
   ÁFRAM FRJÁLST ÍSLAND!


mbl.is Hælisleitendurnir vel skipulagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll vertu Guðmundur;

Það er víst svo að löggæsla var skorin niður á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkrum misserum þannig að ekki er þetta lengur á þeirra könnu. Nú í dag er það ISAVIA sem sér um öryggismálin á Keflavíkurflugvelli en hjá þeim starfa svokallaðir flugöryggisverðir. Þessir flugöryggisverðir eru ekkert annað en enn eitt öryggisfyrirtækið hér á landi og hafa ekkert með löggæslu að gera. Þetta eru eftirlitsmenn sem starfa við þetta fyrir ISAVIA og væri líklega ekkert öðruvísi þó að til dæmis SECURITAS, 115.is eða Öryggismiðstöðin væru með þessa þjónustu.

En svo er þetta opinbert apparat sem þarf að þola niðurskurð eins og önnur og bitnar það oftar en ekki á eftirlitsstörfum og lægra settum, aldrei má skerða toppana.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.7.2012 kl. 05:35

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Schengen var sett á á vakt Björns Bjarnasonar og herinn fór á vakt Sjálfstæðis-Framsóknar. Hvar er þetta vinstri dæmi sem rætt er um?

Villi Asgeirsson, 22.7.2012 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband