Vinstrivaktin gegn ESB aumkunarverð!


   Það er aumkunarvert að fylgjast með skrifum á svokallaðri
,,Vinstrivaktin gegn ESB". En þar sleikja þeir sár sín sem þar
halda um penna. Reyna að bera í bakkafullan lækinn eins og
rjúpan við staurinn, í sjálfsblekkingu sinni. Reyna að bera út
myrkrið eins  og Bakkabræður forðum. En allt á fölskum for-
sendum!

   Að það skuli vera yfir höfuð til einhver vinstrivakt  gegn
ESB-aðild  er svo kapituli út af fyrir sig. Því vinstrimennskan
hefur ætíð byggst á blindri og ofstækisfullri alþjóðahyggju.
Enda þurfti hina einu og sönnu vinstristjórn til að sótt væri
um aðild Íslands að ESB.  Það þurfti sem sagt ekki meiri til-
viljun en það! Enda slíkur þjóðfjandsamur gjörningur einmitt
í anda hinnar sönnu og tæru vinstrimennsku gegn ÖLLUM
þjóðlegum gildum og viðhorfum, þjóðfrelsi og fullveldi.

   Eða hvers vegna hefur það ætíð verið æðsta hugsjón vinstri-
mennskunnar á Íslandi að vera á móti t.d alvöru landvörnum?
Til varnar fullveldinu og þjóðfrelsinu, svo að bara það sé nefnt! 

   Það að einhverjir Vinstri grænir hafi svikið í ESB-málinu er
því bull. Þeir fóru einfaldlega  eftir  eðlishvöt  sinni  þegar að
hólminum kom. Eins og í Icesave! Sigldu að vísu undur fölsku
flaggi meðan það hentaði!   En voru ætíð sannir gagnvart sinni
alþjóðasinnaðri sósíalískri eðlishvöt. Eins og kom á daginn!

   Já það getur verið virkileg skemmtilesning að álpast stundum
inn á heimasíðu ,,Vinstrivaktin gegn ESB". Sérstaklega þegar
þeir sem þar tjá sig  trúa því sem þeir þar skrifa.

   Virkilegur stundum brandari!

   

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Jú; tek heilshugar undir, með þér, í þessum efnum.

Lagði eitt sinn inn; harðorða athugasemd á þeirra síðu - en sanngjarna, og ekki að orðlengja, að þeim líkaði ekki innlegg mitt, og sögðu nánast beinum orðum, að gagnrýni mín, á tvískinnung þeirra, væri ekki vel séð, á síðu þeirra, og ég ekkert sérstaklega velkominn, á þann umræðu vettvang.

Hræsnin; er undirliggjandi hjá Vinstrivaktinni, þar sem þeir hanga enn, í bakhluta VG, og þola ekki nokkrar aðfinnzlur, á þeirra málflutning, þó þeir þykist vinna gegn ESB, það er að segja, síðuhaldarar.

Því; undrar mig oft, hversu ýmsir spjallvina okkar, skuli yfirleitt nenna, að skrifa hjá þeim Ragnari Arnalds og félögum; mönnum, sem hvergi hafa fordæmt þá Svavar Gestsson, einkaeiganda VG, hvað þá, Steingrím J. Sigfússon, fyrir gjörræði þeirra, sem hroðvirkni margvíslega, gegnum tíðina, gegn íslenzkum hagsmunum, Guðmundur Jónas.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er þér ekki sammála í þetta sinn, Guðmundur Jónas. Ýmsir (en allt of fáir) vinstri menn eru mjög andvígir Evrópusambandinu og hafa alltaf verið. Þannig var t.d. um Harald heitinn Jóhannsson hagfræðing, sem ritaði mikið um Evrópubandalagið, og í Samfylkingunni má nefna Stefán Jóhann Stefánsson, mann á bezta aldri.

Þetta á ekki síður við um Ragnar Arnalds, fyrrv. þingmann og ráðherra, sem manna mest skrifar pistlana á Vinstrivaktinni gegn Evrópusambandinu. Hann er ekki nýr í hettunni með þessi mál, var sjálfur andvígur uppáskrift EES-samningsins og ritaði frábæra bók, Sjálfstæðið er sístæð auðlind, sem út kom um 1998 og sem allra flestir mættu lesa, hafi þeir ekki þegar gert það. Jafnvel þótt hvorugur okkar sé honum sammála um varnarmál Íslands, sem hann fjallar um í hluta bókarinnar, vegur það ekki upp á móti hinni jákvæðu fræðslu ritsins um Evrópusambandið og hve fráleitt er fyrir Ísland að láta sogast inn í það stórveldabandalag, sem stefnir leynt og ljóst að því að tryggja sig í sessi sem yfirríki yfir þjóðunum.

Með baráttukveðju,

Jón Valur Jensson, 24.7.2012 kl. 11:07

3 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Jón Valur !

Þú meinar vel; og skilvíslega - en í ljósi reynslunnar, ætti okkur öllum að vera ljóst, að vinstra kraðakinu, er ekki fyrir nokkrum hlutum treystandi, fremur en miðju- moði Bjarna, og Sigmundar Davíðs.

Það er aftur á móti; fólk, eins og þið Guðmundur Jónas síðuhafi og gamal gróinn fornvinur okkar, sem láta aldrei blekkjast, af fagurgala tískusveiflnanna.

Þau; Ragnar Arnalds, hafa ekki enn, þrátt fyrir marggefin tilefnin, afhrópað Steingrím J. Sigfússon, og fylgjendur hans, innan sinna vébanda, svo dæmi sé tekið - á þann kröftuga hátt, sem taka mætti eftir.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 12:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk félagar. Nei Jón minn Valur sem betur fer kemur það fyrir að við séum
ekki sammála!

  Í stærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins geri ég þá lámarkskröfu til þeirra
sem vilja gera sig gildandi í umræðunni, að eitthvað samspil sé milli orða
þeirra og athafna.  Það tel ég alls ekki vera hjá t.d Ragnari Arnalds eða
Hjörleifi Guttormssyni. Tala gegn ESB aðild en styðja samtímis ríkisstjórn
og flokk sem vinna nótt og dag að koma Íslandi inn í ESB  og aðlaga það
stjórnkerfi þess, sbr. IPA-styrkirnir. Og man heldur ekki eftir að þeir töluðu
gegn Icesave aðal fylgifisks ESB-aðildar.  Sjálfur sagði ég mig úr Framsókn
þegar ESB-óværan fór þar að grassera til þess að reyna gæta samræmis í
orðum mínum og athöfnum gegn ESB-aðildinni.

   Svo vil ég benda á að þótt einhverja aðra vinstrimenn sé að finna sem
hallmælt hafa ESB þá hafa þeir ábyggilega gert það útfrá sósíalískum
forsendum í denn, fundist ESB lykta of af kapitalisma. EN EKKI ÚT FRÁ
FULLVELDIS eða ÞJÓÐFRELSISÁSTÆÐUM, og því síður útfrá þjóðlegum
gildum og viðhorfum.  Því skv. mínum pólitísku kokkabókum er vinstrimönnum ALLS EKKI treystandi fyrir horn þegar kemur að slíkum
málaflokkum!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.7.2012 kl. 20:13

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað hjá þér, félagi, en ég held að þeir tveir og einkum Ragnar beri hreinni skjöld en þú telur þarna. Hef þó ekki tíma núna í að ath. það mál.

Jón Valur Jensson, 25.7.2012 kl. 03:17

6 Smámynd: Elle_

Nei, Guðmundur og Óskar Helgi, Ragnar Arnalds er heiðarlega á móti þvingunarveldinu.  Hann hefur lagt mikla og vandaða vinnu í skrif gegn fullveldisafsali þangað.  Lífið snýst ekki allt um hægri/vinstri og persónulega hugsa ég ekki í hægri eða vinstri.  Þetta er of harkalegt.

Elle_, 27.7.2012 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband