Ólíkt hjá HÆGRI GRÆNUM og Samstöðu


  Allt er nú í uppiloft í Samstöðu. Öll samstaða þar virðist fokin
út í veður og vind. Fyrst með miklum stormi er varaformaðurinn
sagði bless. Og nú tilkynnir sjálf móðir flokksins
að hún sé hætt
að vera formaður og leiðtogi flokksins. Sem var eiginlega stofnð-
aður um formanninn. En sem kunnugt er toppaði flokkurinn strax
í skoðanakönnun í vetur yfir 20%, en hefur svo dalað snökt og
mikið síðan.
  
  Þessu er þveröfugt farið hjá HÆGRI GRÆNUM sem stofnaðir
voru  á Þingvöllum 17 júní 2010. Síðan þá hefur þrotlaus hug-
myndafræðileg  vinna  verið  í gangi undir ákveðinni og sterkri
stjórn leiðtoga flokksins, Guðmundar Franklíns Jónssonar. Sem
síðan var opinberlega birt í vor. Þveröfugt með Samstöðu  sem
enn hefur ekki birt heildstæða stefnu til helstu mála í dag.  og
virðist í raun klofin einmitt í þeim helstu, sbr Evrópumálum.

  Gagnstætt Samstöðu fara Hægri grænir hægt á stað í skoðana-
könnunum. Enda sígandi lukka best. En nú á næstu vikum mun 
kosningabarátta  flokksins hefjast að sögn formannsins. Flokks
sem m.a hefur það á tæru að  hann sé hægriflokkur, ekki  í miðju
eða til vinstri, þveröfugt við Samstöðu. Sem virðist opin í alla enda,
helst þó til vinstri eins og fráfarandi formaður.

   Leiðtogi HÆGRI GRÆNNA virðist vinna eftir skynsamlegri for-
múlu um hvernig byggja eigi upp stjórnmálaflokk frá grunni. Sem
á eftir  að  bera  ávöxt á  komandi vikum og  mánuðum. Enda  um
hægriflokk að ræða, sem virðist einkennast af mikilli einingu sem
sönnum hægriflokki sæmir.

   Glundroðinn til vinstri hefur ávalt verið til staðar. Flokkur Samstöðu
er síðasta dæmi þess.  En þeim dæmum eiga enn eftir að fjölga  á
næstunni.

   Á hægri kanti íslenzkra stjórnmála hefur hins vegar skort ákveðið
og íhaldssamt þjóðhyggjuafl. Á komandi vikum og mánuðum mun
koma í ljós hvort HÆGRI GRÆNUM takist að fylla það tómarúm.

    Vonandi!   www.xg.is   
 


mbl.is Landsfundur Samstöðu 6. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; sem æfinlegast !

Því miður; eru Hægri grænir Úlfar í Sauðargærum, fornvinur góður.

Ritskoðunar tilburðir; síðu þeirra, hér á Mbl. vefnum, teljast nú vart gott vegarnesti - hvað þá smjaður Guðmundar Franklíns, fyrir áframhaldandi aðild Íslands, að NATÓ kvenna- og barna morðingjabandalaginu (óvopn uðu loftförin; gagnvart óvopnuðu fólki, austur í Afghanistan og Pakistan, til dæmis), svo og EFTA aðild, er með öllu óforsvaranlegt; þér, að segja, Guðmundur minn.

Í mínum huga; eru Hægri grænir, enn eitt miðju- moðs framboðið, sem vill viðhalda óverjandi þingræðinu, löngu úr sér gengnu.

Svoleiðis samtök; get ég ekki stutt, að minnsta kosti.

HÆGRI menn; raunverulegir, kappkosta að fótum troða hyski hvítflibba og blúndukerlinga - og koma á stjórnarfari sterkra manna (sbr. Falang ista á Spáni og EOKA á Kýpur, forðum), fornvinur góður.

Þannig að; Guðmundur Franklín, og lið hans, geta alveg snúið sér að einhverju öðru, mín vegna, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 19:55

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tek undir með Óskari Helga...

Með kveðjum líka:):)

Halldór Jóhannsson, 23.8.2012 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En Óskar minn. Þú meiriháttar stuðningsmaður Frjálslynda flokksins gegnum tíðina, ef ég man rétt.  Hvernig útskýðu   þann stuðning áður en þú ræðst svo ómaklega gegn okkur Hægri grænum?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.8.2012 kl. 00:47

4 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Halldór !

Þakka þér fyrir; stuðninginn, við minni málafylgju, ágæti drengur.

Guðmundur Jónas !

Ég vitkaðist að lokum; fornvinur góður.

Íslenzka þingfyrirkomulagið; stuðlar einungis að sjálftöku og sérgæzku, hugtök; eins og Bræðralag og Eining, er alls ekki að finna, í því fyrir komulagi, sem hér tíðkast.

Alþingi; og allt það, sem það stendur fyrir, er ómenguð skemmdarverka og eyðíleggingarstofnun, Guðmundur minn. Mestu mistök 19. aldar, hér heima fyrir, að endurreisa þann óskapnað (1845), sem niður var lagð ur, rétt fyrir aldamótin 1800.

Mín vegna; mættu þeir sem nenntu, flytja hvern einasta múrstein þess, austur að Skógum, til Þórðar gamla - annarrs; mætti sprengja kofann í loft upp, fyrir mér; þér, að segja.

Því miður; verðskulda Hægri grænir mína ádrepu, á allan máta, Guðmundur minn.

Breytir öngvu; um okkar samstöðu, í fjölda mála - héreftir; sem hingað til.

Ekki síðri kveðjur; þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 01:26

5 identicon

Ef Samstaða er viðmiðun Hægri græna, segi ég bara gangi ykkur vel.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband