Samfylkingin þarf ekki að hóta Vinstri grænum


   Brandari að heyra Árna Pál þingmann Samfylkingarinnar hóta 
stjórnarslitum krefjist Vinstri grænir þess að viðræður við ESB
yrði slítið.

   Í hvaða pólitíska heimi er Árni Páll? Gerir sig stóran og breiðan
og belgir sig. Yfir hverju? Fór flokksráðsfundur VG um helgina
fram
 hjá Árna Páli.  Þar sem VG stimpluðu sig endanlega inn sem
ESB-flokkur!

   Þessi umræða  um Vinstri græna og Evrópumál fer að verða
pirrandi.  Því Vinstri grænir eru ESB-sinnar eins og vinir þeirra
í Samfylkingunni.  Annars hefðu þeir ALDREI samþykkt umsókn
Ísland að ESB, allt aðlögunarferlið að ESB, IPA-styrkina yfir 5
milljarða frá ESB og Icesave.

   Hvenær verður ÖLLUM þetta  ljóst? Líka Árna Páli!


mbl.is Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hann sér bara það sem hann vill sjá og gerir það sem honum þóknast eins og lögin sem hann fékk samþykkt en stóðust svo ekki lög....

Það er alveg greinilegt að Samfylkingin kann ekki að reka hagkerfi og þess vegna er það Samfylkingunni kannski svona mikið kappsmál að koma Þjóðinni undir hið stóra alþjóðlega hagkerfi sem er samt sem ekki að ganga betur en það að það er hallandi fæti út í hinum stóra heimi...

Nei þá er betra að hafa smærra hagkerfi og geta brugðist við aðstæðum þegar þær verða ef þörf yrði á...

Ekki er þetta stóra hagkerfi út í heimi að hafa miklar áhyggjur af sveltandi heimi og hvað þá að gera eitthvað í því...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2012 kl. 22:35

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vel mælt  Ingibjörg. Eins og talað úr stefnu okkar HÆGRI GRÆNUM!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2012 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband