Er Þór Saari þá hægriöfgamaður líka ?


    Ef Sjálfstæðisflokkurinn er hægriöfgaflokkur eins og Þór
Saari telur hann vera, þá  er  Þór  Saari  hægriöfgamaður
sjálfur! Því bæði hann og Sjálfstæðisflokkurinn eru meir og
minna sósíaldemókratískir ef grannt er skoðað.

   Eða hefur það algjörlega farið fram hjá Þór Saari hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftar en ekki unnið til vinstri
gegnum tíðina? Og þá ávalt með sósíaldemókrötum. Fyrst
með Alþýðuflokknum og nú síðast með Samfylkingunni. Já
skóp hrunið með sósíaldemókratísku vinum sínum í  Sam-
fylkingunni, er skóp svo aftur fyrstu tæru vinstristjórnina
á Íslandi.  Varla hægriöfgar það Þór Saari ?

    Og hefur það algjörlega farið fram hjá Þór Saari hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávalt þanið út ríkisbáknið gegnum
áratugina með aðstoð sósíaldemókratanna? Hvernig Sjálfstæð-
isflokkurinn  lét  sósíaldemókratana  plata  sig  með  EES  og
Schengen, og nú síðast í Icesave.  ROSA hægriöfgamennska
það Þór Saari?

   Og hefur brúarsmíðin milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
til myndunar  nýrrar  Hrunstjórnar, fyrir atbeina  hins  sterka
sósíaldemkratíska arms Sjálfstæðisflokksins gjörsamlega
farið fram hjá Þór Saari? Nú síðast með ráðningu aðstoðar-
manns formanns Sjálfstæðisflokksins, komandi úr stuðnings-
liði Þóru forsetaframbjóðenda Samfylkingarinnar og ESB-
trúboðsins...........

   Svo virðist að hin sósíaldemókratísku augu Þórs Saaris
séu gjörsamlega lesblind á pólitík. Sérstaklega þegar hann
virðist kolrugla saman sósíaldemókratísku samherjum sínum
í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.  Því Sjálfstæðisflokkurinn
er ekki hægriflokkur fyrir fimm aura Þór Saari!!!

mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn hægriöfgaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef Sjáfstæðisflokkurinn er hægri öfgaflokkur, Þá veit Þór Saari ekkert um hægri öfgaflokka.

Þór Saari veit ekkert hvað sosíaldemokrata málefni eru.

Þór Saari er í eins manns flokki Þór Saari flokknum.

Þór Saari hefur ekki áhuga neinu málefni nema það hjálpi Þór Saari einhven veginn.

Þór Saari fengi sjálfselskuverðlaun brúðuleikshúsins við Austurvöll, ef þau væru gefinn.

Hvaða heilbrigð manneskja með heilbrigða hugsunn hlustar á Þór Saari?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2012 kl. 21:53

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Því miður er það rétt sem Þór Saari segir um öfgar Sjálfstæðisflokks-eigenda/stjórnenda. Hrein, óeigingjörn og heiðarleg sjálfstæðis-hugsjón fyrir Ísland finnst ekki í einum einasta ráðamanni þess flokks.

Ekki finnst heldur heiðarleg Íslands-hugsjón hjá viðhengi Sjálfstæðisflokks-stjórninni, sem þessi síðustu ár hefur fengið nafnið Samfylking, með Vinstri Græna í hundabandi. Sannkölluð samspilling!

Ekki get ég séð að nokkur nenni að standa í því að klippa á spillingar-naflastreng stjórnsýslunnar og embættismanna/kvenna-kerfisins. Það virðist enginn þora að vera afgerandi, og segja það sem hann meinar, né meina það sem hann segir!

Útkoman verður áframhaldandi stjórnsýsluslys í fleirtölu, nema fólk fari að horfast í augu við staðreyndir, og þori að berjast fyrir réttlæti heildarinnar.

Á krossgötum hefur fólk val um leiðir!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2012 kl. 22:00

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég verð víst að viðurkenna fávisku mína , enda hefur heimskan oft bjargað mér í lífinu , að ég veit ekkert hvaða flokk þið eruð að tala um , þennan sjálfstæðisflokk .

Hins vegar kannast ég við fl-fokkinn , þar sem Styrkja-Þór ofl.ofl. styrkþegar taka að sér að verma stóla vora í hinu háæruverðuga Þjóðarleikhúsi að formanninum ógleymdum - sjálfum Vafningnum , eða kannist þið ekki við þennann fokk?

Aftur á móti var , í eina tíð , flokkur hér sem hét Sjálfstæðisflokkur , en það eru einhverjir áratugir síðan hann leið undir lok , vita þetta ekki örugglega allir sem hafa verið hér á landinu búandi meira en tíu ár eða svo - það hlýtur að vera , meira að segja ég - með þennan höfuðvöxt - veit þetta.

Hörður B Hjartarson, 10.9.2012 kl. 23:06

4 Smámynd: Hörður Jónasson

Þó ég sé ekki í flokki Þórs Saari, þá held ég að hann segi satt með Sjálfstæðisflokkinn að hann sé hægri öfgaflokkur eða alla vega gæti verið nálægt tehreyfingunni, en þó vonar Þorgerður Katrín að hann verði það ekki. Alla vega er mér sama. Helst vil ég að hann fái engan þingmann í næstu kosningum.

Hörður Jónasson, 10.9.2012 kl. 23:14

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er verra og hættulegra að hafa gervi-Sjálfstæðisflokk, heldur en engan Sjálfstæðisflokk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2012 kl. 23:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Voðalega eruð þið óraunsæ! Hvernig getur stærsti flokkur Íslands,vikið sér undan því að mynda stjórn-ir,með öðrum. Er hann ábyrgur ef hann situr hjá og ákveður að nenna þessu ekki,eins og VG. liði,ákveður í samning um lygaskuld ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2012 kl. 00:21

7 Smámynd: Elle_

Ekki ætla ég að dæma um hægri/vinstri og skil ekki hvað hægri/vinstri skiptir miklu máli.  Í Sjálfstæðisflokknum eru allavega nokkrir hugsandi menn, eins og Birgir Ármnannsson, Pétur Blöndal, etc.  Í Jóhönnu-flokknum eru eintómir Brussel-dýrkandi landsölumenn og stíga ekki mikið í vitið þar. 

Vilji Þór Saari tala um öfgaflokk og öfgar, hví varði hann þá mesta öfgaflokk í sögu lýðveldisins falli, ruslflokk Jóhönnu og Össurar?

Elle_, 11.9.2012 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband