Hjörleifur segir VG ,,ósjálfbært rekhald" En er það svo?


   Hjörleifur Guttormsson fyrrv.ráherra Allaballa segir Vinstri græna
orðna ,,ósjálfbært rekhald"við hliðina  á Samfylkingunni. Vegna m.a
svika í Evrópumálum. En er Hjörleifur ekki bara að misskilja eitthvað?

   Í árdaga var hin alþjóðlega vinstrihreyfing  eitt. Síðan klofnaði
hún í kommúnisma og sósíaldemókrataisma eftir því hvort menn
kusu byltingarleiðina eða lýðræðisleiðina að sósíalisma. En eitt sat
eftir hjá báðum og situr enn eftir. Hin öfgasinnaða ALÞjÓÐAHYGGJA.

  Þannig þarf nú Hjörleifur að horfa upp á þá bláköldu staðreynd, að
það þurfti einungis fyrstu TÆRU VINSTRISTJÓRNINA til að sótt yrði
um aðild Íslands að ESB. Tilviljun? Nei alls ekki! Því aðildarumsóknin
gat alveg samofist alþjóðahyggju Vinstri grænna, en margir af for-
verum þeirra í denn voru margir hallir undir ríkjasamband við USSR,
og hvers vegna þá ekki við ESB nú? Hin öfgakennda alþjóðahyggja
viðurkennir nefnilega engin landamæri eða fullveldisrétt Hjörleifur!
Hefur aldrei gert og mun ALDREI gera! 

   Þess utan er það enn sammerkt hinni alþjóðasinnuðu vinstrimennsku
Hjörleifs og félaga í dag, vanvirðingin við öll þjóðleg viðhorf og gildi. Sem
m.a birtist  á  ýmsum  tyllidögum  hennar  veifandi  rauðum  fánum  og
syngjandi  internasjónalinn. Nema nú er kominn ESB-fáni og ESB-söngur
að auki til brúka. 

   Þannig að það er hinn mesti misskilningur hjá Hjörleifi að halda  að VG
væri einhver þjóðfrelsis- eða fullveldisflokkur í Evrópumálum. Ekki frekar
en í öryggis- og varnarmálum. Til þess er flokkurinn einfaldlega of alþjóða-
sinnaður á sósíalískum grunni...........

   Hins vegar má svo í lokin benda Hjörleifi á flokk þjóðhollra viðhorfa og
gilda sem er algjör  andstæða við Vinstri græna.  HÆGRI GRÆNA, flokk
fólksins  og ÞJÓÐFRELSIS! Flokk frjálslyndis og heilbrigðrar þjóðhyggju!

   www.xg.is www.afram-island.is/magasin.pdf

mbl.is Segir VG „ósjálfbært rekald“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Þörf ábending og réttmæt, takk fyrir Guðmundur.

Sólbjörg, 20.11.2012 kl. 00:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er ennþá að hugsa þótt hafi tekið þátt í persónukjöri Sjálfstæðisflokks.Steingrímur hefur lækkað áráðanleika stefnumarka fjórflokksins,sem stundum er kallaður svo.Ég er bara peð,en margir leita samt til mín,líkt og í prófkjörunum,því þeir vilja eki í ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2012 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband