Er Útvarp Saga orðin flokkspólitísk í boði ESB-trúboðsins?


  Eðlilegt að spurt sé. Í ljósi atburða síðustu daga. Og þá eru
þetta stórtíðindi  á  öldum  ljósvakans.  Útvarp  sem til þessa
hefur skilgreint sig sem frjálst og óháð þjóðarútvarp, breytist
á einni nóttu í flokkspólitískt útvarp. Einsdæmi á öldum ljós-
vakans. Hvað gerðist? 

   Nú er komið á daginn að svokölluð ,,Lýðræðisvakt" virðist
vera þaulhugsað plan æðsta klerks ESB-trúboðsins á Íslandi,
Þorvalds Gylfasonar. Sem hlaut nánast rússneska kosningu
ESB-sinna til stjórnlagaþings. Enda var fljótur að dáleiða nán-
ast eitt stykki stjórnlagaráð til breytingar á stjórnarskránni,
svo hún yrði 100% ESB-væn til að Ísland gæti gerst aðili að
ESB.  En nú  þegar  blikur eru á lofti að stjórnarskrármálið sé
að brenna upp á tíma á  Alþingi, enda enn  í  algjöru skötulíki,
er gripið  til  örþrifaráðs. Stofnun  stjórnmálaflokks með yfir-
töku á einni vinsælustu útvarpsstöð landsins, Útvarpi Sögu.
Já þaulhugsað plan hjá ESB-erkiklerknum. Þorvaldi Gylfasyni.
 EN hvað gerðist hjá stjórnendum Útvarpi Sögu?

   Smjörþefurinn sem  koma  skal  þar  á  bæ var gærdagurinn.
Þriggja tíma  símatími  litaður  af  látlausri áróðri fyrir hinn ný-
stofnaða flokk. Sem endaði í síðdegisútvarpinu með drottningar-
viðtali  við  leiðtogann  sjálfan,  sem  skóf  ekki  af  hlutunum.
,,Halda á stjórnmálaflokkunum frá Evrópuumræðunni".  Halló!
En samt má  hann  sjálfur, Þorvaldur Gylfason,  berjast   með
kjafti og kló fyrir breytingum  á  stjórnarskránni  vegna  ESB-
aðildar. Og það sem meira er. Hann lýsti yfir að Lýðræðisvaktin
myndi berjast ákveðið gegn því að ESB-umsóknin yrði dregin til
baka, og að ESB-ferlið yrði haldið áfram. Það flokkast greinilega
ekki undir afskiptasemi flokka af Evrópuumræðunni að mati hins
sósíaldemókrataíska ESB-leiðtoga Lýðræðisvaktarinnar. Þorvaldi
Gylfasyni.  - HVERS  KONAR OFUR  RUGL  BULL ER ÞETTA?

  Já leitt þetta með Útvarp Sögu. Sem nú er alls ekki lengur
frjálst og óháð þjóðarútvarp. Með tilheyrandi breytingum og af-
leiðingum! 

   En enn stendur eftir spurningin. Hvað gerðist hjá Útvarpi Sögu?
Því með tilkomu Lýðræðisvaktarinnar munu ESB-þingmönnum
fjölga undir forystu æðsta ESB-klerksins á Íslandi, Þorvaldi Gylfa-
syni.  Enda planið til þess gert AF HONUM.  Þvert á fyrri áherslur
Útvarps Sögu gegnum tíðina, um að halda ESB-þingmönnum í
lágmarki í FRAMBOÐI í komandi þingkosningum.

   Já hvað gerðist?
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll æfinlega; Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir, þínir !

Jah; satt segir þú, þegar maður fer að skoða málið, í víðara samhengi.

Ekki einleikið; hversu þeim Arnþrúði var brýnt, að kasta út pistlum Jóns  Vals Jenssonar, auk annarra, á sínum tíma.

Ekki þar fyrir; ég er þversum við JVJ, hvað útlistanir ýmissa trúmála snertir, en virði jafnan; einurð hans fölskvalausa, gagnvart ESB hryllingnum, fornvinur góður.

Gleymum ekki Guðmundur minn; Þorvaldur er ekki sonur Gylfa Þ., fyrir ekki neitt, EFTA boðberans sáluga - eins og við munum forðum.

Ég var vart; orðinn 8  ára, heima á Stokkseyri forðum (1966), þegar Gylfi rak erindi EFTA samkundunnar hérlendis, í Viðreisnarstjórninni svokölluðu.

Kunni mun betur; að meta Þorstein Heimspeking, bróður Þorvaldar - og einn frammámanna Bókmenntafjelagsins, á sinni tíð.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 01:01

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir innlegg þitt hér Óskar Helgi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 01:06

3 Smámynd: Sólbjörg

Löngu hætt að hlusta á Útvarp Sögu, svo eru um fleiri.

Sólbjörg, 19.2.2013 kl. 01:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður og góður pistill, Guðmundur Jónas!

Og þakka þér, Óskar Helgi. En EFTA, Fríverzlunarsamtök Evrópu, eru himnesk hátíð hjá Evrópusambandinu -- gera EKKI eins og það síðarnefnda tilkall til fullveldis þátttökuríkjanna, og samvinnan við EFTA hefur gefizt vel, stuðlað að góðum viðskiptum, og þótt þar séu sárafáar Evrópuþjóðir, gæti þeim ekki aðeins fjölgað, heldur hafa á þessari 21. öld verið gerðir mjög mikilvægir viðskiptasamningar við mörg lönd, m.a. nú síðast við Hong Kong (sem tilheyrir þó Kína, en þetta býður upp á ýmsa möguleika gagnvart Kínaviðskiptum), en Kanada er sennilega það land sem stendur þar upp úr, en svo eru önnur í Suður-Ameríku og víða um heim.

Jón Valur Jensson, 19.2.2013 kl. 01:12

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Verð einn af þeim FJÖLMÖRGU með þér Sólbjörg!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 01:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessir nefndu viðskiptasamningar eru gerðir af EFTA-batteríinu.

Jón Valur Jensson, 19.2.2013 kl. 01:14

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk minn ágæti félagi Jón Valur fyrir þitt innlegg hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 01:15

8 identicon

Sæll Guðmundur Jónas.

Varðandi eftirfarandi:

Nú er komið á daginn að svokölluð ,,Lýðræðisvakt" virðist

vera þaulhugsað plan æðsta klerks ESB-trúboðsins á Íslandi,

Þorvalds Gylfasonar.

Ekki er allt sem þér sýnist!

Ég gjörþekki gang málsins og get fullvissað þig um að hér hefur þú rangt fyrir þér.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 01:58

9 identicon

(Athugasemd með auglýsingatengli fjarlægð af umsjónarmönnum.)

Maria Ýr (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 03:14

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig geturðu fullvissað hann um það, Gunnar?

Ekki með þessu!

Jón Valur Jensson, 19.2.2013 kl. 07:53

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnar fulllvissar mig ALLS EKKERT um þetta enda rökin engin. Því miður
Gunnar ertu kominn í vondan félagsskap. Því miður!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 09:54

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Valur !

Fremur; þætti mér NAFTA, Fríverzlunarbandalag samálfubúa okkar - sem og Asísk bandalög viðlíka, betri kostir, að undangenginni slæmri reynslu okkar, af samskiptum við Evrópuþjóðir margar gegnum tíðina, fjölfræðingur góður.

Gunnar Tómasson !

Tek undir; með Guðmundi Jónasi síðuhafa - miður er, að þú skulir leggja lag þitt, við þennan Trójuhest ESB, sem Þorvaldur Gylfason hefir margsannað sig í, að vera, hagfræðingur góður. Svo; ekki sé talað um Vestfirzka fals arann og hræsnarann Demos (Lýð) Árnason, einnig.

Ekki síðri kveðjur; þeim - og hinum fyrri, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 11:40

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Óskar Helgi. :)

Nú vitna ég í þessu sambandi í drög að Stefnuskrá Kristinna stjórnmálasamtaka:

Ísland og viðskiptabandalög

– Við styðjum EFTA-aðild Íslands og bendum á mikinn hag landsins af þeim viðskiptasamningum sem hið gamalgróna, en trausta Fríverslunarbandalag Evrópu hefur gert við fjölda ríkja á 21. öld, m.a. við Kanada og við Hong Kong-borg.

– Kanna ber, hvort aðild að NAFTA komi til greina og henti okkur; horft verði til reynslunnar af NAFTA, m.a. fyrir veikasta þátttakandann í því samstarfi (Mexíkó).

– Ef NAFTA verður ekki talið henta okkur, ber að stefna að miklum tollalækkunum í viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna, en það væri Íslendingum mikil kjarabót.

– ESB-inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafarvalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði- og auðlindahagsmuna okkar; skulu allir frambjóðendur flokksins vera 100% trúir fulltrúar þessarar stefnu."

Tilvitnun lokið. Sjá einnig Krist.blog.is.

Guðm. Jónas! Nú var einmitt hringjandi rétt áðan að gagnrýna það á Útv. Sögu, ef Pétur Gunnlaugsson ætlar sér að vera þar með tveggja tíma daglegan morgunþátt, meðan hann sjálfur er í framboði til Alþingis. Arnþrúður brást hart til varnar og taldi þetta sjálfsagt og ræddi málið á fáránlegum nótum, eins og menn geta sannfært sig um með því að hlusta á endurflutning þáttarins í kvöld. En svona hefur hins vegar málum ekki verið skipað á Rúv, skv. langri hefð. Jafnvel þótt einstakir réttamenn komi ekki fram þar svo að tímunum skiptir vikulega, þá hafa þeir orðið að fara að þeirri eðlilegu kröfu að víkja úr sæti, meðan þeir eru í framboði. Ætlar Pétur að misnota aðstöðu sína, eins og hann gerði til áróðurs og hlutdrægni fyrir þjóðaratkvæðagrei'sluna 20. október?

Jón Valur Jensson, 19.2.2013 kl. 12:01

14 identicon

Meðan Pétur gefur sig fyrir stjórnmálaflokk,(skiftir engu hver) verður Saga útvarp ekki hlutlaust því miður. ég hef engan áhuga á að heyra politískan áróður í fleiri fjölmiðlum. Þar með slekk ég á utvarp Sögu. Var tryggur hlustandi og fékk að vita hvað var að gerast í þjóðfélaginu. Nú get ég ekki treyst því lengur. Vonandi reynir einhver nýr aðili að lyfta upp nýjum fjölmiðli sem ekki er styrktur af ríki eða afætum þjóðarinnar.

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:35

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Valur. Var þess heiðurs aðnjótandi að Arnþrúður útvarpsstjóri nefndi
nafn mitt í upphafi símþáttar hennar kl ll og svo aftur í lok þáttarins.
Ásakaði mig um að reyna að eyðileggja skoðanakönnun Sögu um stuðning við Lýðræðisvaktina. En það eina sem ég gerði á facebook minni var að HVETJA alla til þátttöku en segja NEI við því að Úrvarp Saga yrði flokkspólitísk og styddi ESB-trúboð Þorvaldar Gylfasonar.

Ósmekklegast fannst mér og sýnir rætni Arnþrúðar, þegar hún lét af
því liggja að ákveðinn aðili stæði á bak við mig í þessum skrifum.
Sagðist vita hver hann væri og hann skyldi gjalda fyrir. ÞVÍLÍK
MÓÐGUN! Og ef sem ég veit ekki telji það vera kannski þú Jón
Valur eða einhver annar þá upplýsi ég það hér með að ÉG HEF ALDREI
LÁTIÐ AÐRA HAFA ÁHRIF Á MÍN SKRIF EÐA SKOÐANIR ARNÞRÚÐUR
KARLSDÓTTIR! Jafnvel þótt  þau séu skrifuð eftir miðnætti eins og þú
orðaði svo smekklega í beinni á Útvarpi Sögu gefandi þá ákveðið í
skyn.  Nei það er eitthvað undarlegt að gerast á Útvari Sögu í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 13:14

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka þér Óskar Helgi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 13:15

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Jóhanna. Veit að það verða margir sem snúa baki við Útvarpi Sögu,
eftir að hún var gerð af rammpólitísku flokksapparati!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 13:17

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pétur verður þarna áfram - það hefur Arnþrúður staðfest = trúverðugleiki Útvarps Sögu 0.

Óðinn Þórisson, 19.2.2013 kl. 14:42

19 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gjörsamlega Óðinn. Sorglegt því Útvarps Saga hafði víst hlutverk sem frjáls
stöð. En nú hefur FLOKKURINN yfirtekið hana.  Því miður!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 15:22

20 Smámynd: Óskar

Ég hef ekki hlustað á útvarp sögu í mörg ár enda virðast það aðallega vera heilaskaðaðir öryrkjar sem hringja þangað inn og bullið eftir því.  Þáttastjórnendurnir eru nú ekki á mikið hærra plani nema ef vera skildi Markús enda hef ég aldrei skilið hvað sá fluggáfaði drengur er að gera á þessu vitleysingahæli.  En það er svo sannarlega til bóta ef raddir ESB sinna eru loks farnar að heyrast þarna, þær hafa ekki lítið verið troðnar ofan í svaðið þar hingað til.

Óskar, 19.2.2013 kl. 17:02

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjánalegt ef einhver ímyndar sér, að ég stýri þér, Guðm. Jónas!

Hún bætir sér sem sé upp málefnaleysið með spuna út í loftið.

Svo hef ég oft tekið eftir því, að þú birtir hér pistla um eða stuttu eftir miðnætti, að loknum önnum dagsins, og hvað með það?!

Verðfellur skynsemistal, þegar komið er fram yfir miðnætti?

Eða eru morgunhanar kannski gáfaðri en næturkrákur?

Jón Valur Jensson, 19.2.2013 kl. 21:04

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk félagi Jón Valur"!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.2.2013 kl. 00:10

23 identicon

Óskar ! 19.2. kl.17:2

Ég verð nú að mótmæla þér í því efni að allir sem hafa hlustað á útvarp Sögu séu heilaskaðaðir eða öryrkjar. Ég var tryggur hlustandi Sögu hér áður, og þótti flest allt efni ágætt sem þar var flutt. Ég er ekki öryrki eða heilasköðuð svo vítt ég veit.

En eitthvað mikilvægt hefur farið úr skorðum hjá þér í því líffæri sem þú hefur í heilastað. Því hvort sem það eru öryrkjar eða heilaskaðaðir eiga þeir sjálfsagt sinn tilverurétt að hlusta á það sem þeir vilja. Fréttamiðill sem þeirra athygli nær hlýtur að skara fram úr öðrum fjölmiðlum. Vonandi hefur þú vit á því að tala ekki niður til fólks með þessum hætti framvegis. Svo að þú vitir að ég hafna hlustun á Sögu einungis út af því að Pétur fer í framboð hjá fáeinum prelátum sem eru að troða sér fram með því að virkja útvarp Sögu sem áróðursmiðil. Þetta er mín skoðun.

Staðan í dag á Íslandi er sú að ef ég ætti að kjósa um menn eða málefni þá yrðu það H.G. Þó líkar mér ekki þetta "græna" blaður er komin með upp í kok af því fyrir mörgum árum síðan. Al Gore má eiga allann heiður af því.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband