Fullveldisblokkin og ESB-vinstrið berjast um Ísland í vor!

 
    Skörp skil hafa nú myndast í íslenskum stjórnmálum. Sem ber
að fagna. Ekki bara blokkir til hægri og vinstri. Heldur einnig  sem
snertir fullveldi og sjálfstæði Íslands. Fullveldisblokkin sem til-
heyrir þeirri fyrri,  og sú til vinstri sem nú aðhyllist ESB-aðild nær
óskipt.

    Vinstri grænir hafa nú endanlega og með formlegum hætti skil-
greint sig sem ESB-flokk. Enda voru það ætíð í hjarta sínu. Þar
með eru ESB-flokkarnir orðnir þrír, Vinstri Grænir, auk Samfylk-
ingar og Bjartar framtíðar. Svökulluð ,,Lýðræðisvakt" má vera
þar í hópi, enda stjónuð af hörðum Icesave & ESB-sinna.

   Í raun er þetta  mjög eðlileg og skiljanleg pólitísk staðreynd.
Vinstrið hefur nefnilega ætíð verið mjög svo alþjóðasinnað. Ekki
bara á Íslandi, heldur á alþjóðavísu. Sbr. syngjandi saman inter-
nasjonalinn og flaggandi rauðum fánum, ekki síst þegar gamla
Sovétið var og hét. Já andstæðingar þjóðlegra viðhorfa og gilda.
Þess vegna fellur hin mikla alþjóðahyggja ESB og hin taumlausa
miðstýringarárátta þess vel í kramið hjá vinstrimönnum í dag. 
Sem hægrisinnar og þjóðhyggjumenn, íhaldsmenn, eru nú loks
farnir að sjá innan ESB. Enda kemur nú öll andstaðan innan ESB
gegn Brussel  frá hægri. Og á eftir að stóraukast.  Tilviljun?

  Blokkarmunstrið er að myndast í íslenskum stjórnmálum í dag.
Til hægri og vinstri. Eins og gerist víða um heim. Sem er jákvætt,
því þá vita kjósendur nákvæmlega hvaða stjórnarhætti þeir eru
að kjósa yfir sig. T.d þjóðlegt eða alþjóðlegt!

   Fullveldisblokkin og ESB-vinstrið munu því berjast um Ísland í
vor. Sem Hægri grænn hlakka mikið til þátttöku í því stríði!

    www.xg.is

mbl.is „Fagna þeirri afstöðu landsfundar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var sigur fullveldis og áframhaldandi sjálfstæðis algjör. Það var ekki gefið tommu eftir.

Með áræðni og eftirfylgni er allt hægt Guðmundur.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 26.2.2013 kl. 10:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Danke schön Viðar! Tel líka AFAR mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn
fái sterkt aðhald frá hægri ! Þess vegna er ég í dag Hægri grænn

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband