Hægri grænir vilja þjóðina með sér í ESB-viðræðuslit


   Enn ein könnunin nú sýnir að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda
eru á móti ESB-aðild. Á landsfundi Hægri grænna, flokki fólksins
í gær, kom  fram  að  ekki væri  þjóðinni  bjóðandi lengur að hafa
ESB-umsóknina yfir sér, með tilheyrandi fjáraustri og sundrungu. 
En  þar  sem  flokkurinn  er hlynntur beinu lýðræði  og vill ná sem
viðtækustu  framtíðarsátt  um  málið, vill  hann að þjóðin sé höfð
með í för í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræð-
nanna innan 6 mánaða. Því það er ÞJÓÐIN sem ætið mun hafa loka-
orðið í þessu stórpólitíska hitamáli, og henni er best treystandi sbr.
icesave.

    Sem mikill andstæðingur ESB-aðildar og þess að slíta beri þessum
viðræðum strax, gat ég stutt  þessa málsmeðferð, gangandi út frá
vissum  forsendum  sem óhjákvæmilega  verða að vera fyrir hendi
svo að flokkur með jafn skýra stefnu í Evrópumálum og Hægri grænir
leggi slíkt fram. Forsendum sem ég veit að voru í mjög ríkum mæli til
staðar innan flokksins, þegar þetta var samþykkt,  og gætu í grófum
dráttum hljóðað svo: Bara mín upplifun!

     
    x. Ný þjóðholl borgaraleg ríkisstjórn taki við völdum eftir kosningar,
        gegn ESB-aðild, vonandi með þátttöku Hægri grænna.

    x. Ný samningarnefnd við  ESB skipuð. Sem er grundvallaratriði, því
        núverandi samningarnefnd er undir stjórn ESB-trúboðsins.

     x. Allt samingarferlið hingað til upp á borðið. En þar mun svo sannar-
          lega koma í  ljós að stjórnvöld  hafa verið að blekkja þjóðina  allan
          tíman um einhverja samninga þegar um raunverulega AÐLÖGUN 
          að ESB hefur verið að ræða.    

      x. Samningarnefndin  fær  að  hámarki  2  mánuði  til  að  fá GRUND-
          VALLARSVÖR  frá  framkvæmdastjórn  ESB og stækkunarstjóra
          þess varðandi sjávarútvegs- og  landbúnaðarmál.  Fær  Ísland 
          ævarandi fullveldisrétt yfir þessum mikilvægu atvinnugreinum  og
          auðlindum? Já eða Nei. Allir vita að um stórt NEI verður að ræða.
          Málið kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með málið endanlega
          dautt.    

       x. Fáist ekki svar innan 2 mánaða  og þá einnig með atbeina ráherra
          verða  viðræðum slitið og málið sjálfkrafa líka dautt.

     Tel einnig mikilvægt að gefa málinu þennan lýðræðislega farveg og
yfirbragð eftir allt bjölluat Össurar og félaga í Brussel, þannig að skaðinn
af því verði lágmarkaður.  Auk þess að þá er  fyrir lifandis löngu  komið
að enda þessa máls! Og þá er best að binda endahnútinn á það strax eftir
kosningar með  ÞJÓÐARVILJANN  að  baki  sér,  eins  og  Hægri  grænir,
FLOKKUR FÓLKSINS,  hafa nú lagt til..........  Ofvent við t.d Sjálfstæðis-
flokkinn......... 

          

mbl.is Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband