Icesavestjórnin leggst hundflöt fyrir hrægammana!


  Gagnstætt okkar stefnu HÆGRI GRÆNNA, flokks fólksins,
ætlar hin illræmda Icesavestjórn bersýnilega að enda sína
stjórnartíð  með jafnmiklum þjóðsvikum og hún hóf feril
sinn. Í  stað Icesave-þjóðsvikanna  bendir  allt  til þess að
hún  hyggst leggjast  hundflöt fyrir hrægammasjóði gömlu
bankanna. Og þvæla lífeyrissjóðum landsmanna í glæpinn,
sbr. frétt RÚV í gærkvöldi.

   Með  ÖLLUM  TILTÆKUM  RÁÐUM verður að koma í veg
fyrir slík þjóðarsvik.  Erlendu hrægammasjóðirnir (e.vulture
funds) keyptu kröfurnar í þrotabú gömlu bankanna á meiri-
háttar hrakvirði, en vilja nú fá þá greidda í toppverði og það
í erlendum gjaldeyri landsmanna sem ekki er til!

   Tek undir með HÆGRI GRÆNUM, flokki fólksins, að allt
slíkt komi ekki til mála! Neyða á þessa glæpasjóði til að
selja kröfurnar á hrakvirði og það í íslenskum krónum.
Krefja þá um upprunavottorðs fjármagns og fulla upplýs-
ingaskyldu um alla endanlega eigendur, nafn og heimilis-
fang. Auk þess á að banna erlendum hrægammasóðum að
eiga í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Sem vinstrastjórnin
hefur GJÖRSAMLEGA BRUGÐIST að gera.

   Það að fara að blanda lífeyrissjóðum landsmanna í þetta
meiriháttar fjármálabrask vogunarsjóði hrægamma hlýtur
að kalla á hörð viðbrögð.

  Allavega mótmælum við Hægri grænir KRÖFTUGLEGA!

   www.xg.is

   ÞETTA VERÐUR AР STÖÐVA!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru ekki íslenskir aðilar sem teljast eiga þessar kröfur,? Þess vegna liggur á að koma þeim út áður en aðrir taka við valdataumunum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2013 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband