Alcan. Vinstrimenn EKKI hliðhollir launþegum þegar á reynir.


    Vinstrimenn hafa löngum talið sig trú um að vera
launþegahollir. Talsmenn launþega og alþýðu. En
þegar á reynir hefur hið gagnstæða orðið oftar  en
ekki ofan á.  Á  s.l öld eru alþýðulýðveldin sálugu
bestu dæmi þess.  Í dag eru það launþegarnir  í
álverksmiðjunni  í  Straumsvík. Herferð  vinstri-
mennskunar gegn atvinuöryggi  og framtíð þeirra
er öllum ljós.  

   Róttæklingarnir í Vinstri-grænum fara þar fyrstir
fyrir herferðinni ásamt öfgasinnuðum umhverfissinnum.
Sósíalistarnir í vinstri grænum og aðrir vinstrimenn sem
andvígir eru stækunni í Straumsvík kæra sig kollótta
um að með herferðinni séu þeir að rústa atvinnuöryggi
hundruðum manna auk fjölda annara sem þjónusta
þetta mikilvæga fyrirtæki. Því fyrir liggur að Alcan í
Straumsvík neyðist til að hætta starfsemi sinni innan
fárra ára ef ekki verði af stækkun og þeirri hagræðingu
sem henni fylgir.  - Og allir vita, að það að hafa vinnu
er ekki sjálfgefin hlutur.

   Athylgi vekur að þorri þessara mótmælenda koma
annars staðar frá en úr Hafnarfirði. Þetta er fólk sem
yfirleitt er í fullri og tryggri vinnu annars staðar, og þarf
því ekki að óttast atvinnumissi og óvissa framtíð.

    Alveg dæmigert fyrir vinstrisinnaðan hroka og vanvirðu
fyrir hagsmunum hins vinnandi manns, þegar á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyr heyr.

Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Mætti segja mér að stóriðjustopp sé vænlegasta pólitíska ákvörðunin sem tekin verður á Íslandi fyrir launþega á þessum áratug. Þennslan yrði úr sögunni, jafnvægi kæmist á í hagkerfinu, verðbólga minnkaði og vextir lækkuðu. Atvinnleysi myndi tímabundið gera vart við sig en færi ekki yfir 3,5%. Lán landsmanna myndu hætta að hækka uppí himinhæðir, þar með húsnæðislánin. Haldi verðbólgan áfram með áframhaldandi þennslu fer að líða að því að launþegar verða að fara að selja ofan af sér. Greiðslubyrðin fer að verða láglaunafólki ofviða. Það má rekja til þessarar þenslu sem leiðir af stóriðjustefnunni. Kæmist jafnvægi á í hagkerfinu mætti svo fara að huga að orkufrekri starfsemi sem hefur ekki alla þessa mengun í för með sér. Má þar nefna gagnasetur Google og því um líkt. Eitt enn fylgdi með jafnvægi. Íslendingar gætu farið að huga að því að  fara í viðræður við ESB um inngöngu. Aldrei kaus ég framsókn!

Auðun Gíslason, 29.3.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Auðun. Þú kýst augsjáanlega afturhald. Ekki síst ef þú vilt
líka troða Íslandi inn í ESB sem þýddi meiriháttar stöðnun og kreppu, atvinnuleysi. Þetta er þvílíkar öfgar að orð fá ekki lýst. Enginn er hér að tala um annað en að leyfa elsta álfyrirtækinu, (þau eru nú ekki nema 2 á 36 árum) að fara í eðlilega stækkun og hagræðingu.  Og ykkur vinstrisinnunum er svo HJARTANLEGA
sama um hagsmuni allra þeirra hundruði launþega sem þarna
eiga hlut að máli. Það er mergurinn málsins og sýnir hroka
ykkar og vanvirðu gagnvart hinum vinnandi manni.

   Þið hugsið bara um ykkar MAGA en eru fjandans sama um
aðra. Alveg dæmigerð vinstrimennska það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Eru þessir starfsmenn í Straumsvík á missa vinnuna strax daginn eftir kosningar? Nei, ég bara spyr. Mér þykir þú vera óþarflega fullyrðingaglaður og stóryrtur. Ég veit nú ekki með þig, en ég og fleiri vinstri-menn erum sammála Páli postula um, að allir eigi að leggja til samfélagsins eftir getu og að allir eigi að fá eftir þörfum. Þessa hugmynd/hugsjón má lesa bæði í Nýja-Testamentinu og Kommúnistaávarpinu. Annars bendi ég þér á að lesa bloggið mitt frá kl. 18.05 í dag!

Auðun Gíslason, 29.3.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kosningarnar snúast einungis um það hvort álverunu verði
endanlega lokað og fleiri hundruð manna missi atvinnu sínu fyrir
utan öll hin hundruðin sem hafa vinnu af álveruna á óbeinan hátt.
Svo einflalt er þetta mál. Ef ég mætti kjósa myndi ég ekki vilja
hafa það á minni samvisku að hafa svift HUNDRUÐU manna atvinnu sínni og kannski lagt framtíðarplön margra launþega í rúst.
En þetta er bara aukaatriðið hjá ykkur vinstrisinnum. Hvað
EGOismni ykkar getur gengið út í öfgar. Enda hefur vinstrimennskan ALDREI verið launþegavæn. ALDREI!

  Þú fyrirgefur já. Mér finnst stefna ykkar mannfjandsamleg,
auk þess sem hún er klárlega ávísun á stöðnun og kreppu.
Enda hafa öll sósíalisk þjóðfélög veslast upp í eymd og
volæði.  Það er það sem þið eruð að boða!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 21:50

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, og í dag yfirtókum við Seðlabankann! 

Auðun Gíslason, 29.3.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í boði Daðviðs? Sem reyndar er ekki í mínum flokki!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.3.2007 kl. 00:07

8 identicon

Sæll nafni.

Hjartanlega sammála þér í þínum skrifum um afstöðu Vinstri-Græningja og/eða Vinstri-Gramra og svokallaðra umhverfissinna til launþega og hinna vinnandi stétta. Þeir eru upp til hópa yfirfullir af hræsni, hroka og yfirdrepsskap. Svo er ég þér líka hjartanlega sammála í afstöðunni til ESB. Samfylkingin er í þeim málum algjörlega galin. Verra er að ég óttast að flokkurinn þinn, sé því miður á sömu leið, sbr. framtíðarsýn Halldórs Ásgr. til aðildar að ESB fyrir 2015 svo og afstöðu Hjálmars og Jónínu í Efrópustefnunefndinni um daginn. Það fannst mér þunnur þrettandi og opna fyrir allar inngöngu gáttir.

Til gamans, lestu MBL blogg, slóð: "Pallvil" þar sem hann talar um álbræðslur sem 19. aldar fyrirbæri og andsvör mín við því.

Kveðja.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:07

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nafni. Halldór er hættur og Hjálmar að hætta. Jón Sigurðsson er hins
vegar með allt aðra sýn í Evrópumálum og talar fyrir ÞJÓÐHYGGJU.
Þannig ESB-vírusinn er á hröðu undanhaldi í Framsókn. Þannig að
fylgistapið nú á ekki að stafa af því.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.3.2007 kl. 15:15

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hann Jón talar reyndar um að við séum ekki í aðstöðu til að sækja um vegna efnahagsástands hér. Hann talar um að ná tökum á því og síðan sé möguleiki á að sækja um á okkar forsendum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.3.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband