Um hvað var leynikjarasamningur RÚV ?


    RÚV ríkisútvarp vinstrimanna stóð frammi fyrir 
stórskertum útsendingum 15 apríl s.l vegna boðaða
verkfalla tæknimanna. Sem hefði komið sér afar 
illa fyrir áróðursmaskinu vinstrimanna á frétta-
stofu RÚV og þáttum hennar tengdum. 

  Þann 15 apríl s.l var skrifað undir kjarasamning
RÚV við tæknimenn. Boðað var til fundar á methraða
hjá tæknimönnum RÚV, og samingurinn samþykktur á 
enn meiri methraða með metstuðningi yfir 90% þeirra
sem í hlut áttu. Og allt þetta gerðist 15 apríl !

   Um hvað var samið?  Hvers vegna þessi ofurleynd 
yfir þessum metsamningi hjá Ríkisútvarpi vinstrimanna?
Því hvergi hefur þessi samningur verið sjáanlegur.
Sem svo sannarlega gæti verið fordæmisgefandi í allri
samanburðarkjarapólitíkinni í dag.

   Já hvað veldur fréttastofa vinstrimanna á RÚV?

    Grafarþögn ???
 
  Eins og í Víglundarmálinu hjá RÚV!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

MJÖG athyglisverður pistill hjá þér, Guðmundur Jónas!

Jón Valur Jensson, 10.5.2015 kl. 00:55

2 identicon

Stofnanasamningur sem tekur á réttindum og röðun í launaflokka. Ekkert um kauptaxta, um þá er samið á almennum markaði. Fari tæknimenn Rafiðnaðarsambandsins í verkfall til að krefjast hærri launa þá verða tæknimenn RUV þar a meðal.

Ufsi (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 01:49

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bíddu aðeins Ufsi, þú segir að samningur sem kom í veg fyrir verkfall hafi alls ekki komið í veg fyrir verkfall. Er þetta ekki eitthvað orðum aukið hjá þér?

Stofnanasamningur sem endurraðar fólki í launaflokka getur hljóðað upp á miklar launahækkanir. Ert þú að segja að jafnvel þó slíkar hækkanir komi til, þá geti menn sem samþykktu breytingu á sínum kjarasamning, breytingu sem eykur kjör þeirra verulega, farið í verkfall? Jafnvel þó með þessari breytingu hafi verkfalli verið afstýrt?

Í ljósi frétta af miklum erfiðleikum í rekstri ruv og kröfu fyrirtækisins til fjögurra milljarða styrks úr ríkissjóði, væri ekkert ósanngjarnt að eigendur þessa fyrirtækis, þjóðin sjálf, fengi að vita hver laun starfsmanna þess eru og þær launabreyingar sem orðið hafa á síðustu misserum innan ruv.

Því er spurning síðuhafa eðlileg.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2015 kl. 08:10

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Góð ábending. Auðvitað hlýtur það að vera krafa um að upplýsa þennan samning. Hvað með "útvarp allra landsmanna". Af hverju fá eigendurnir ekki að vita neitt?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.5.2015 kl. 10:02

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka fyrir innleggin hér Jón Valur, Gunnar og Jósef.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2015 kl. 11:40

6 identicon

Tæknifólk hjá RÚV vinnur störf sem kalla á sérhæfða þekkingu sem ekki hefur verið metin í þeim kjarasamningi sem er í gildi milli SA og RSÍ heldur er einungis talað um rafiðnaðameistara og -sveina í þeim samningi. Það var því krafa tæknifólks að fá það metið í samningum að þeirra sérhæfða þekking skipti máli.

Tæknifólk innan RSÍ hjá RÚV óskuðu eftir sérkjarasamningi við RÚV en því var hafnað af SA sem fer með samningsumboð fyrir RÚV.

Lendingin var svokallaður 5. kafla samningur (vinnustaðasamningur) við RǗU sem tók á flestum þeim hlutum sem sérkjarasamningur hefði innifalið nema á friðarskyldunni, sem er áfram tengd við almennan samning SA/RSÍ.

Tenging fékkst á milli launaliða aðalkjarasamnings og skilgreininga á störfum tæknifólks.

Nánast öll dagvinnulaun sem RSÍ fólk hjá RÚV fá greitt eru taxtalaun í lægsta flokki. 

Þar sem þetta var meiri réttindakafli en launakafli hafa hækkanirnar ekki verið miklar. Mér skilst að einn einstaklingur hafi fengið hækkun í tveggja stafa prósentutölum (sá lægst launaðasti), aðrir mun minna og margir enga hækkun (þeir sem eru yfir 318.000 minnir mig).

Varðandi verkfallshættuna þá vildu SA hafa málin þannig að halda samningunum bundna við almenna samningin og hættuna á verkföllum tengdum honum.

Allar upplýsingar um þennan 5. kafla samning verða opinberar um leið og almenni samningurinn er í höfn, það er ekki hægt að birta það enn því samningurinn milli SA og RSÍ hefur ekki enn verið gerður.

JReykdal (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband