Er anarkismi framundan ?


   Íslensk stjórnmál eru um margt frábrugðin sem er að gerast
t.d í Evrópu. 

   Meðan Evrópubúar færast æ lengra til hægri, sbr. góðir sigrar
íhaldssamra þjóðhyggjuflokka undanfarin ár og misseri, er nánast
upplausn í íslenskum stjórnmálum. 

  Í dag er Ísland eina landið í heiminum þar sem anarkistar, 
stjórnleysingjar, er kalla sig Pírata, hafa komist á þing. 

  Í dag er Ísland eina landið í heiminum þar sem flokkur 
anarkista, skora hæst í skoðanakönnunum.

  Á Íslandi hafa vinstriöflin ætíð verið í meirihluta meðal 
hérlendra stjórnmálaflokka. Ásamt óskiljanlegu miðjumoði !
Þannig hefur sósíaldemókrataísminn  fengið að grassera ótrúlega
sterkur í íslenskum stjórnmálum, og hefur myndað útibú, missterk
í flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkunum, sem nú skipa Alþingi.

  Sjálfstæðisflokkurinn, sem í upphafi átti að vera brjóstvörn
hinna þjóðhollu borgaralegu afla, er það ekki lengur. Afdrífa-
ríkasta dánarvottorðið var útgefið í borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir all löngu síðan. Þar er flokkurinn ekki lengur til. Blessuð
sé þar minning hans!

  Meðan upplausn ríkir í íslenskum stjórnmálum, ríkir upplausn
í þjóðfélaginu. Já er anarkismi virkilega framundan ?

  Vitað er að á hægri kanti íslenskra stjórnmála hafa verið
myndaðir ýmsir umræðuhópar um, hvernig skal við brugðist.

  Er ekki tími til kominn að þeir  hópar rugli nú saman reitum og
gefi þjóðinni kost á ALVÖRU þjóðhollu borgaralegu afli? Sem tilbúið
er að standa vörð um fullveldi Íslands og sjálfstæði, þjóðhollum
gildum og kristnum viðhorfum? Ásamt því að blása líf í sjálfsímynd
þjóðarinnar og sjálfstraust ?

  Já báráttuafl gegn anarkisma og vinstrisinnuðum upplausnaröflum
í íslenskum stjórnmálaum og íslensku samfélagi !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er ekki svo viss um að anarkismi flokkist undir neitt vinstrið.
Anarkismi hefur þó hvergi verið reyndur í nútímasamfélagi.
En frummenn, forfeður okkar lifðu þó af á sínum tíma.
Í rauninni væri það afar fróðlegt að sjá hvernig velferðarþjóðfélag "plumaði" sig ef anarkismi leysti það af.
Engir skattar, engin þjónusta, engar reglur.  Eiginlega ekkert nema sjálfsbjargarhvötin.  :) 

Kolbrún Hilmars, 16.5.2015 kl. 17:51

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvaða upplausn ertu að tala um Guðmundur? Ertu að tala um verkföllin og umræðurnar á Alþingi? Varðandi þessar umræður á þinginu þarf einungis að koma á betri skipulagi, t.d. setja á kvóta hvað hver þingmaður hefur langan tíma til að ræða ákveðið mál. Verkföll eru tímaskekkja og það sjá allir. Það hlýtur að vera framtíðarverkefni að koma á öðru fyrirkomulagi. En að öðru leiti. Uppgangur Pírata sem þú kallar anarkista kemur eingöngu vegna þess að fólk er orðið hundleitt á þeirri viðræðuhefð sem tíðkast á alþingi. Umræðuhefð sem gengur út á það að allir hinir eru bara asnar og fífl. Sjálfur er ég búinn að fá mig fullsaddann á vitleysisgang þessara svokölluðu fjórflokka, Sjálfstæðis-, framsóknar-, VG og Samfylkingar og síðan Bjartrar Framtíðar til viðbótar. Þingmenn "Anarkistanna" hafa verið þeir einu sem hafa verið málefnalegir og ekki staðið í hnútukasti við hina flokkana. Ég hef hinsvegar ekki kosið undanfarin 10 ár og hef ekki hug á því en fagna samt sem áður uppgangi Pírata vegna þess að ég tel eins og fleiri að það muni hafa góð áhrif á lýðræðið og stoppa þann hringlandahátt sem hefur verið í stjórnarfari í landinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2015 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Anarkismi er stjórnleysisstefna sem varð til á 19 öld. Vilja
umbylta öllu stjórnskipulagi og koma á upplausn, glundroða,
kaos. Ein birtingarmynd róttækrar vinstrimennsku Kolbrún.
Þess vegna er grátbroslegt þegar fólk kys Pirata um von um 
betri tíð, blóm í haga og til að koma á skikkanlegri stjórn.

Þessu upplausn í íslenskum stjórnmálum Jósef er búin að þróast 
lengi. Eftirgjöfin frá hægri varðandi ýmiss grundvallarmál,
er orsökin að mínu mati. Sem hefur valdið því að vinstriöflin
hafa yfirtekið sviðið, og komast upp með nánast hvað sem er.
Aðförin að kristnum gildum er eitt og aðförin að þjóðlegum viðhorfumannað!  Virðingarleysið fyrir hver við erum og hvaðan við komum birtist í ótal myndum í dag. - Engin marktæk pólitísk
mótspyrna er í gangi. Því er hér kallað eftir nýju pólitískri
mótspyrnu í dag gegn þessari þróun, því Sjálfstæðisflokkurinn
hefur gjörsamlega brugðist þar. Enda orðinn mjög gegnsósa af
sósíaldemókrataískum viðhorfum. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2015 kl. 18:20

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hægri/ vinstri eru löngu úreld hugtök Guðmundur. Eiginlega jafn úreld og Anarkisminn. Svokölluð kristin gildi eru jafn úreld. Í dag ríkir trúfrelsi og virðing milli fólks. Þrælslund og undirlægjuháttur er á undanhaldi. " Virðingarleysið fyrir hver við erum og hvaðan við komum birtist í ótal myndum í dag" Er þetta nú ekki viðhorf sem tilheyrir fyrri öldum? Hvernig væri að byrja að lifa í nútímanum?

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2015 kl. 18:33

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sé að þú ert einn af svo mörgum sem hefur móttekið hið pólitíska upplausnarástand á Íslandi í dag Jósef, og sérð ekki einu sinni
mun á hægri/vinstri. Kannski skiljanlegt í því þjóðfélagi sem ALVÖRU borgarasinnað þjóðhyggjuafl er ekki til, heldur allsráðandi sósíaldemókratismi í bland við miðjumoð stutt af róttækum vinstrisinnum og anarkistum. Þar sem meir að segja kristn viðhorf eru úthýst, enda þræslund og undirlægjuháttur við rétttrúnaðarelíruna  sem ákveður hvað má og hvað ekki má er algjört.
Alveg ÞVERT á þá þróun sem nú er að gerast í Evrópu allt til Rússlands, þar sem fólk er að vakna upp  við vondan draum. Já
hvernig væri nú að byrja að fara að lifa í nútímanum Jósef,
og fara að byggja eitthvað jákvætt upp í stað að svífa um í lausu lofti og vita ekkert hvar þú lendir? Erum við ekki of langt frá
hvor öðrum á sitt hvorum pólnum Jósef að vitræn umræða milli okkar
er vonlaus?  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2015 kl. 20:00

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég mótmæli nú þessum orðum  "Sé að þú ert einn af svo mörgum sem hefur móttekið hið pólitíska upplausnarástand á Íslandi í dag" Skilgreiningin á vinstri og hægri í gamla daga var að hægra megin voru þeir sem aðhylltust frelsi í viðskiptum og markaðskerfi og vinstra megin þeir sem aðhylltust miðstýringu og sósialisma. samkvæmt því var Anarkismi reyndar lengst til hægri þar sem hann boðaði algjört frelsi einstaklingsins. Ég sjálfur vill nota markaðskerfi þar sem það er mögulegt en hér á landi er það reyndar ekki alltaf hægt vegna þess einfaldlega að samkeppni er engin. Þetta gildir t.d. um bankastarfsemi þar sem ég tel þörf á banka í eigu almennings til mótvægis. En hvort er ég þá hægri maður eða vinstri? Held þetta sé algjörlega úreld hugtök. Trúmálum á ekki að blanda saman við stjórnmál. Ætli vitræn umræða sé þá nokkuð á dagsskrá okkar á milli okkar Guðmundur?Mér sýnis himinn og haf skilja okkur að.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2015 kl. 20:18

7 identicon

Sæll Guðmundur Jónas æfinlega: sem og aðrir gestir þínir !

ALVÖRU: Hernaðarhyggja - yst til hægri, í anda Rússneskra Hvítliða, sem og Spænsk/ Líbanskur Falangismi og hugsjónir Kúómingtang hreyfingar Chiangs kai- Shek heitins austur í Kína, eru þær stoðir, sem byggja mætti á gott fólk, en ekki eitthvert óljóst borgaralegt slen, sem hrjáir all- mörg Vesturlanda, nú um stundir - og hefir ekki í fullu tré gagnvart vinstra og miðju- moðs hyskinu, sem nú dekrar og dellar við Múhameðsku villimennina / hér á landi, sem annarrs staðar víða, t.d.

Guðmundur Jónas !

Spyrja mætti einnig: hvort Íslendingar séu ekki of frumstæðir, til þess að hafa öðlazt fullveldið 1918 / auk Lýðveldistökunnar, árið 1944 ?

Allar götur: frá Landnáminu, árin 670 - 870 og síðan, hefir alls lags ógæfa verið hérna ríkjandi fornvinur góður, sem ekki er einleikin, þegar skoðað er - í hinu víðasta samhengi.

Þjóðveldistilraunin (cirka 930 - 1262/1264): sem og Lýðveldis tilraunin (1944 - 2008) + frjálshyggju- og græðgis Anarkisminn (2009 - ?) misheppnuðust ALGJÖRLEGA,, hluti skýringarinnar kann að liggja í þeirri ógæfulegu Kelta blöndu (Íra og Skota), kunnustu þræla kynþátta Bretlandseyja, sem kunnugt er, sem alltof stór hluti Íslendinga er mengaður af - að minnsta kosti, þakka ég fyrir að vera Mongóla blandaður aftur í föður- föðurættir, gott fólk, auk hinna Frankverzku, og annarra ýmissa.

Sjáum: hvað setur - en bezt þætti mér, að Kanadamenn og Rússar skiptu íslenzku reitunum á milli sín, og næðu þar með - að koma á þeirri röð og reglu, sem land og mið og fólk og fénaður þarfnast, svo tilfinnanlega !

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 20:46

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hægri/íhaldssjónarmið eru miklu víðtækari Jósef en sem varðar
markaðinn.

   Sem hægri/íhaldssinni vill frelsi einstaklings til orðs
og athafna sem mestan. 

   Sem hægri/íhaldssinni vill sem mest alþjóðleg viðskiptafrelsi
þjóða á gagnkvæmisgrundvelli, og hafna  algjörlega miðstýrðu
tollabandalagi og viðskiptahindrunum yfirþjóðles valds t.d frá Brussel.

   Sem hægri/íhaldssinni vill halda í okkar íslensku þjóðmenningu,
tungu, kristin gildi í 1000 ár, fullveldi Íslands og sjálfstæði.

   Sem hægri/íhaldssinni hafnar öfgasinnaðri alþjóðahyggju vinstrimanna, forræðishyggju þeirra, blindu öfgakenndu fjölþjóðasamfélagi, andstöðu vinstrimanna gagnvart þjóðlegum gildum og viðhorfum án fordóma á aðra kynþætti og þjóðerni,
og litilsvirðingu gagnvart kristinni trú. 

 Trúmál á ekki að blanda saman við stjórnmál rétt, en þegar hún er
samofinn okkar þjóðmenningu frá alda öðli, sbr kristin trú,
eins og hjá okkur á Vesturlöndum, er ég sammála hægri/íhaldsmönnum
að okkur beri að standa vörð um hana sem hluta af okkar menningararfi. Sama gildir um ásatrúna, hún er samofinn okkar 
þjóðmenningu frá upphafi sem ber að virða og varðveita.

  Sem hægri/íhaldsmaður ber jafnhliða virðingu fyrir öllum öðrum
menningarheimum, kynþáttum og þjóðkynum. Lít á allt þetta sem
eitt stort heimstré, sem skaparinn ætlist til að öll einkennin
varðveitist á hverri grein, þ.á.m öll þau íslensku!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2015 kl. 21:04

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki held ég að það ríki anarkismi á Íslandi enn sem komið er, en það kemur að því að almenningur segir hingað og ekki lengra.

þegar fjárfestar og bankamenn geta stolið af almeningi og sett almenning í fjármálafjötra samber verðtrygginguna og æðsti réttur landsins leggur blessun sína á verknaðin, þá kemur að því að almenningur virðir lögin að vettugi, þá verður anarkismi.

þegar örfáar fjölskyldur fá auðlindir þjóðarinnar fyrir sama og ekki neitt til tuga ára og heilbrygðiskerfi þjóðarinnar ásamt svo mörgu öðru er að hringja og almenningur fær skatta og opinbera gjalda hækkanir, þá kemur að því að almenningur virðir lögin að vettugi, þá verður anarkismi.

Íslenzkur almenningur hafur verið mjög þolinmóðir til þessa og hafa reynt að taka á málunum í réttarsölum og þingsölum án einhvers árangurs, nema síður sé. þá kemur að því að almenningur gefst upp á dóms og yfirvalda kerfinu, þá gerir almenningur eitthvað til að leiðrétta spillinguna, ef það er kallað anarkismi, þa er það kanski ekki svo slæmt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2015 kl. 18:22

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Anarkisti er stjórnleyingi Guðmundur Jónas. Ertu viss um að þú sért að skilja þetta orð, eða villtu viljandi vera álitin kjáni með því að spyrða Pírata við stjórnleysinga. Áttar þú þig ekki á, að í þeim lokaða vinstri/hægri heimi, sem þú virðist fastur í, reyndar ásamt mörgum öðrum, þá er fólk í meira mæli að aðhillast sem ég vil kalla nautralisma, einskonar pólitískt hlutleisi, með rausæi að leiðarljósi. En það kannski erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. 

Jónas Ómar Snorrason, 17.5.2015 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband