Ráðherra og utanríkismálanefnd á villigötun !

   Það er sorglegt horfandi á utanríkisráðherra
Íslands og  utanríkismálanefnd  fara  þvert á
íslenska þjóðarhagsmuni, og  tengja Ísland við
viðskiptaþvinganir ESB gagnvart vinaþjóð okkar
Rússum. - Hafi einhvern tímann þessir aðilar
verið á villigötum er það nú!

   Það að hið Evrópu-yfirráðasinnaða ESB, sem
hvorki virðir fullveldi og landamæri þjóðríkja,
sbr. grófleg íhlutun þess í innanríkismál Úkra-
inu, með þeim afleiðingum að löglega kjörinn 
forseti  Úkraínu var  steypt  af  stóli, skuli
hafa flækt Ísland UTAN ESB, í eina hörðustu
milliríkjadeilu í Evrópu frá stríðslokum, er
með hreinum ólíkindun! Með þeim afleiðingum að
á Íslandi mun að öllum líkindum dynja alvar-
legra efnahalgslegt högg og  með tilheyrandi  
lífskjaraserðingu en á sjálfum þjóðunum innan 
ESB. Sem gerir málið allt alvarlegra og með
öllu óskiljanlegt !

  Vanhæfi Gunnars Braga sem utanríkisráðherra
er fyrir margt löngu orðin ljós. Nánast allar
hans embættisfærslur hafa verið mistúlkaðar og
misskildar, sú frægasta um afturköllun ESB-um-
sóknarinnar. Nú í meiriháttar hálfvitahætti er
honum að takast að stórskaða samband okkar við
okkar helstu vina-og viðskiptaþjóð, Rússa, með
skelfilegum afleðingum fyrir íslenskan sjávar-
útveg  og  þjóðarbúið í  heild.-  Allt út af
miskildum utanríkis-grobb-komplexum ráðherra.

  
Dapurlegt að enn skuli vera ráðherra, em-
bættismenn og fólk eins og í utanríkismála-
nefnd, heltekið  af úreltum ,,kaldastríðs-
hugmyndum", fyrri áratuga, án neinna tengsla
við þjóðarhagsmuni Íslands. Fólk sem enn skuli
ekki vita af gagnbyltingu borgaralegra og krist-
inna afla í Rússlandi og hruns heimskommúnismans,
eða lætur glepjast af fyrri kaldastríðsáróðri og
Evrópuyfirráðapólitík valdhafana i Brussel....


mbl.is Styðja áfram refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Utanríkisráðuneytið virðist svo gegnsýrt af Evrópusinnum að óratíma mun taka að vinda ofan af aðgerðum þess.

Ívar Pálsson, 6.8.2015 kl. 21:10

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ER NOKKUR VILJI TIL ÞESS ÍVAR? UTANRÍKISRÁÐHERRA VALDI FORMANN
SAMNINGARNEFNDAR UM AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB SEM RÁÐUNEYTISSTJÓRA SINN.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.8.2015 kl. 21:18

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Því miður bólar ekkert á þessum vilja. Utanríkisráðherra gerir sér sérstaka ferð til þess að staðfesta að ESB- tilskipanir renni í gegn hér af því að við erum EES- þjóð! Í staðinn átti hann að draga umsóknina um ESB formlega til baka og láta ráðuneytið fara í gegn um hverja tilskipunartillögu með lúsakambi, eins og var gert áður en Jóhanna tók við.

Manni fallast hendur við það að sjá þessa stjórn bregðast að þessu leyti. Hún fer bara Krísuvíkurleið inn í ESB.

Ívar Pálsson, 6.8.2015 kl. 21:33

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

NÁKVÆMLEGA ÍVAR. ÖMURLEGT AÐ HORFA UPP Á ÞETTA1

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.8.2015 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband