Framsókn á tímamótum


     Ljóst er að eftir mikið fylgistap Framsóknarflokksins
12 maí s.l,  enn ein formannsskiptin, og nýtt hlutverk
í stjórnarandstöðu, er flokkurinn á tímamótum. Við
blasir mikið uppbyggingastarf hjá Framsókn,  ásamt því
að skilgreina sig upp á nýtt í íslenzkum stjórnmálum.

   Við stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar skapast ný uppstokkun á taflborði íslenzkra
stjórnmála. Hvar Framsóknarflokkurinn tekur stöðuna
á því taflborði getur ráðið úrslitum um uppbyggingu
flokksins í framtíðinni.

  Framsóknarflokkurinn er elstur íslenzkra stjórnmála-
flokka, og á því langa sögu með íslenzku þjóðinni.
Rót  hans kemur úr íslenzkum jarðvegi, og því hefur
hann ætíð hafnað öllum erlendum ismum. Hann er
því sannarlega íslenzkur flokkur sem verður ætið að
taka  mið af íslenzku samfélagi hverju sinni.

   Í flokkslegri uppbyggingu sem framundan er hlýtur
að felast póltísk endurnýjun og endurmat á stefnu
flokksins til ýmissa grundvallarmála.   Framsóknar-
flokkurinn verður þar að skapa sér sterka ímynd í
tengslum við sínar fornu rætur.

  Flokkurinn á að taka upp gjörbreytta stefnu í auð-
lindamálum, þ.s grundvallarviðhorfið á að vera það
að allar íslenzkar auðlindir skulu vera sameign ís-
lenzkrar þjóðar. Þetta felur m.a í sér að flokkurinn
þarf að gjörbreyta stefnu sinni í fiskveiðistjórnunar-
málum þar sem núverandi kerfi verði umbylt.
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er gjaldþrota.
Þá  þarf flokkurinn að skerpa  ímynd sína  varð-
andi náttúruvernd og skapa sér sáttarsemjara-
hlutverkið um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
Íslands í framtíðinni.

   Í síaukinni alþjóðavæðingu er mikilvægt rúm fyrir
flokk sem vill standa vörð um íslenzkt fullveldi og
sjálfstæði og mikilvæg þjóðleg gildi. Þarna á  Fram-
sóknarflokkurinn tvímælalaust að staðsetja sig sem
hið pólitíska þjóðlega afl í íslenzkum stjórnmálum. 
Afl, sem kjósendur geti treyst. Stjórnmálaafl sem
vill að Ísland standi utan allra ríkjabandalaga, s.s
Evrópusambandsins.

   Það eru því mikilvægir tímar framundan hjá Fram-
sóknarflokknum við að byggja sig upp á ný. Hann
er því á mikilvægum tímamótum í dag. Tíminn mun
hins vegar skera úr um hvernig til tekst.  Tækifærin
eru hins verar fyrir hendi, og því mikilvægt að þau
réttu verði valin.......
     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Komdu fagnandi inn í starfið...

Gestur Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er einn af mörgum Gestur sem er alls ekki sama um minn gamla og
góða Framsóknarflokk og er því jákvæður fyrir því.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband