Olíuvinnsla, - og olíuhreinsun líka Össur !


  Batnandi mönnum er best að lifa. Össur
Skarphéðinssin iðnaðrráðherra upplýsir það
í Mbl. í dag að allar niðurstöður jarðeðlisfræði-
legra rannsókna á vegum íslenzkra og noskra
stjórnvalda, sem og fyrirtækja í einkaeigu,
bendi til að Íslendingar muni á næstu árum
geta hafið olíuvinnslu í eigin efnahagslögsögu.
En svo að því verði haldið til haga þá var það
einmitt í tíð Valgerðar Sverrisdóttir og síðar
Jóns Sigurðssonar fyrrv. iðnaðarráðherra sem
unnið var að þessum mikilvægum rannsóknum.
Fagna ber því þeim ummælum Össurar, að hann
telur ,,að málið sé komið á það stig að kanna
þurfi hvort alþjóðlegur áhugi sé á því hjá olíu-
fyrirtækjum að fjárfesta í virkri leit með rannsóknar-
borunum OG VONANDI VINNSLU Í FRAMHALDI AF
ÞVÍ."

   Í framhaldi að þessari ánægjulegri niðurstöðu hlýtur
hugmyndin um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum að
styrkjast mjög. Því olíuvinnsla og olíuhreinsun hlýtur
að vinna mjög vel saman af augljósum ástæðum.

   Þessa dagana eru fulltrúar frá sveitarstjórnum frá
Vestfjörðum að fara til Þýzkalands til að kynna sér
starfsemi olíuhreinsunarstöðva. Í ljósi alvarlegrar
stöðu Vesfjarða í byggðamálum, ekki síst vegna stór-
minnkandi þorskveiðakvóta á næstu árum, er 
lífsnauðsynlegt  fyrir Vestfirðinga að fá VERULEGA
innspýtingu í vestfirskt atvinnulíf.

   Í þessu sambndi er vert að benda á veigamikil rök sem
Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfiriði tíundaði
í grein í MBL 11 júní s.l. varðandi olíuhreinsunarstöð á
Vestfjörðum.  ,,500 ný störf á Vestfjörðum, þar af 15-20%
fyrir háskólamenntað starfsfólk. Mun styrkja starfsemi
margs konar þjónustufyrirtækja sem fyrir eru. Mun gefa
brottfluttum Vestfirðingum tækifæri til að flytja heim aftur.
Mun gefa öðrum Vestfirðingum tækifæri  að búa áfram á
Vestfjörðum. Mun hækka markaðsvirði fasteigna á Vest-
fjörðum. Íbúðarhús á Vestfjörðum verða aftur einhvers virði
og tæk veðandlög. Teymi mjög öflugra dráttarbáta verður
til staðar á Vestfjörðum. Öryggi siglinga um Grænlandssund
batnar, sbr skemmtiferðaskipa. Eitt öflugasta slökkvilið á
Íslandi verður á Vestfjörðum. Fullkominn búnaður til að
bregðast við olíumengun á sjó verður á Vestfjörðum. Afhend-
ingaröryggi raforku á Vestfjörðum stóreykst. Smávirkjanir
Orkubúsins og bænda á Vestfjörðum framleiða alla orku sem
þarf. Margs konar ný iðnfyrirtæki munu verða til, t.d í plastiðn-
aði og snyrtivöru. INNSTREYMI FJÁRFESTINGA ALLT AÐ 210
MILLJARÐRA KRÓNA."

    Í ljósi alls þessa hljóta íslenzk stjórnvöld að koma inn með
fullum þunga um að byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vest-
fjörðum verði að veruleika. Það hlýtur að vera laukrétt framhald
af olíuvinnslu á íslenzka landgrunninu í náinni framtíð.

    Össur!  Valgerður og Jón hafa látið vinna rannsóknavinnu
um olíuvinnslu við Ísland. Niðurstöðurnar liggja nú fyrirr og eru 
mjög jákvæðar. - Þitt hlutverk er nú að láta hreinsa þessa
dýrmætu olíu á Vestfjörðum, þeim og öllum öðrum landsmönnum
til hagsbóta að brenna hreinna og ódýrara eldsneyti.........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband