Hryðjuverkaógnir og uppvöðsluhópar


    Ekkert lát virðist vera á hryðjuverkastarfsemi
ýmissa öfgahópa í heiminum. Það er fásinna ef
við Íslendingar teljum okkur fría  í þessum efnum,
því í reynd beinast aðgerðir hryðjuverkamanna í
raun gegn lýðræði og frelsi hvar sem það er að
finna, eins og leiðari MBL bendir á í dag.

  Íslenzk stjórnvöld hafa á undanförnum misserum
unnið markvíst að styrkja löggæslu ásamt því að
efla Landhelgisgæsluna, ekki síst í ljósi þess  að
bandariskur her hvarf af landi brott. Dómsmála-
ráðherra á hrós skilið hvernig hann hefur unnið að
þessum málum, enda meðvitaður um hvað míkið
er í húfi. Hins vegar er ekki ljóst hvort hann á
jafn mikinn stuðning innan nýrrar ríkisstjórnar og
í þeirri fyrri þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.
Því ýmiss vinstrisinnuð óábyrg öfl eiga nú aðkomu að
ríkisstjórninni.

    Öll ríki telja sig þurfa á öflugri leyniþjónustu að
halda, enda hafa þær bjargað þúsundum mannslífa
frá því að verða fórnarlömb hryðjuverka á umliðnum
árum. Hvers vegna stígum við Íslendingar ekki skrefið
til fulls og stofnum slíka leyniþjónustu? Greiningar-
deildin er góðra gjalda verð, en hana þarf að efla
og gera hana að sambærilegri stofnun og gerist
meðal leyniþjónustu annara ríkja. Alþjóðleg Glæpa-
starfsemi hefur þegar teygt anga sína til Íslands,
og engin veit hvernær hryðjuverkin gera það líka.

   Í dag stryma til landsins allskyns uppvöðsluhópar
í þeim tilgangi að mótmæla, enda atvinnumótmælendur
að stórum hluta.  Hvers hvegna er þessum hópum 
hleypt inn í landið?  Því margt af þessu liði er þekkt 
fyrir allskyns óspektir og um að hafa þverbrotið
íslenzk lög.   Já hvers vegna er þessum uppvöðsluhópum
hreinlega ekki vísað frá landinu ?

    Við verðum að fara að átta okkur á að við búum í
ótryggum og viðsjárverðum heimi, og verðum að gera
ráðstafanir í samræmi við það. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband