Aðeins tvö svæði bera aðal hagvöxtinn


   Í skýrslu Byggðarstofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands sem kom út í s.l viku kemur fram að aðeins tvö
svæði bera uppi raunverulegan hagvöxt árin 1998-2005.
Þau eru höfuðborgarsvæðið með 53%, Austurland með 51%
en þar langt á eftir kemur Vesturland með 29%, Suðurland
með 19%. Reykjanes með 17%, Norðurland eystra með 12%.
Tvö svæði koma svo með neikvæðan hagvöxt, Norðurland
vestra með -9% og Vestfirðir með -3%.

  Í skýringunum fyrir neikvæðum hagvexti á Norðurlandi
vestra og Vestfjörðum er sagt að hann stafi fyrst og
fremst vegna samdráttar í veiðum og fiskvinnslu. Menn
geta þá alveg ímyndað sér hvert stefnir með 30%
samdrætti í þorskkvóta, en þorskur er sem kunnugt er
aðaluppistaðan á þessum svæðum. Þær mótvægisað-
gerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað varðandi skerðingu
þorskkvótans dugar því hvergi til að koma í veg fyrir meiri-
háttar samdrátt á þessum svæðum ofan á þann sam-
drátt sem fyrir er. - Þess vegna er það með öllu óskiljan-
legt ef stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir stórframkvæmd
í landshluta eins og Vestfjörðum eins og allt útlit er fyrir
varðandi byggingu olíuhreinsistöðvar þar.  Slík framkvæmd
myndi gjörbreyta ástandinu þar vestra eins og stórfram-
kvæmdirnar gerðu fyrir Austurland.

   Ef ákveðin afturhaldsöfl innan  ríkistjórnarinnar  koma í veg
fyrir þetta einstaka tækifæri að snúa vörn í sókn varðandi
Vestfirði með byggingu olíuhreinsistöðvar þar á sú ríkisstjórn
að segja af sér. - Sú ríkisstjórn er þá bara fyrir borgríkið
Ísland,  en ekki Þjóðríkið Ísland.........
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvað varðar hagvöxtinn vil ég einvörðungu segja, að það er aumt og illskiljanlegt, að sjá frændur mína á Vestfjörðum, nánast kyssa vöndinn.  ÞEtta hefði svosem þurft að segja mér, -í það minnsta tvisvar, hér í eina tíð.

Það er nú ekki svo langt síðan, að Vestfirðir voru með lang lang hæstar meðaltekjur á íbúa.

Svo kom Kvótakerfið, þá fór að halla hratt undan.

Menn vstra ættu að huga að því, að segja lögsagnarumdæmi sín úr lögum við Alþingi og hefja sjálfstæða tilvist ,,heima".

Það ætti að vera hægt, þar sme Fagurskinna er enn við líði í lögum okkar.

Vatnsfirðingar og fl. gætu svo auðveldlega farið til Alþingis og lýst því yfir, að eftirleiðis mættu þeir ekki til Alþingis, heldur réðu sínum ráðum í heimahéraði.  Þá fengju men mið sín aftur, að vísu stórskemmd af togveiðum en ræflana af þeim samt.

Þá gætu Kvestubændur boðið sína raforku til uppbygingar Olíuhreinsistöðvar, án tillits til forpokaðarar mussustjórnmálamanns í stól Iðnaðarráðherra, hver ætlar að nota þetta mál til uppsláttar meðal líkt þenkjandi kjósendum, búsettum hér syðra.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.8.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband