Hinn úrilli Kasparov


   Garri Kasparov dvelur þessa dagana á Íslandi, en hann
er kunnastur fyrir taflmennsku sína, en einbeitir sér nú
að pólitískri barátta í Rússlandi. Kasparov hefur löngum
verið harðorður í garð Pútíns Rússlandsforseta og ríkis-
stjórnar hans, og sakar hana um spillingu og andlýðræðis-
lega stjórnarhætti. Mbl. boðar við hann  ítarlegt viðtal á
morgun. Ótrúlega margir á Vesturlöndum meðtaka mál-
flutning Kasparovs nær athugasemdarlaust, en margt af
því sem hann segir á alls ekki við rök að styðjast og er
beinlínis ósanngjarnt.

  Það segir sig sjálft að það mun taka a.m.k heilan
mannsaldur að þróa Rússland til þess skipulags sem
við Vesturlandabúar lifum við í dag. Að búa undir
járnhæl kommúnista  eins lengi  og Rússar urðu að
gera hefur gríðarleg áhrif á heila þjóðarsál. Þess
vegna er það miklu fremur undrunarefni hversu fljótt
og hvernig Rússar hafa höndlað frelsið. Á örskömmum
tíma hefur Pútin tekst að koma á stöðugleika í Rúss-
landi, byggðum á frjálsu markaðskerfi með tilheyrandi
hagvexti og velferð. Það eru ekki mörg ár síðan að
rúblan var verðlaus pappir. - Á sama tíma tala Þjóð-
verjar um að það taka heilan mannsaldur að aðlaga
Austurhluta Þýzkalands hinu  þýzka samfélagi, og þá
er verið að tala um mun styttri tíma sem Austur-
Þjóðverjar urðu að búa við kommúniskt þjóðskipu-
lag heldur en nokkurn tímann  Rússar.

   Hins vegar eru Rússar stolt þjóð og hafa ætíð átt
sér viss óvildaröfl í vestri.  Einkum virðist þau vera í
hinum engilsaxneska heimi, þar sem maður eins og
hinn úrilli Kasparov er tekinn opnum örmum og óvægin skoðun  hans á mönnum og málefnum Rússlans 
tekin trúarleg án gagnrýni eða athugasemda...

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég hef einhvern allt annan skilning á frjálsu markaðskerfi en þú. Í svoleiðis kerfi gæti það t.d. ekki gert að stjórnvöld sölsuðu undir sig hvert stórfyrirtækið á eftir öðru og stjórnaðu fjölmiðlum með harðri hendi. 

Egill Óskarsson, 28.8.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit að margt má að rússnesku stjórnarfari finna í dag. En miðað
við að Rússar voru kúguð þjóð lugan af síðustu öld af kommúnisku
þjóðskipulagi, þá hafa þeir í dag náð undraverðum árangri.
Og þetta með að sölsa eða ekki þá var það staðreynd að fáir
einstaklingar ætluðu sér við hrun Sovétríkjanna að notfæra sér
upplausnarástandið og SÖLSA undir sig hvert stórfyrirtækið af
fætur öðru í ríkiseign á sportprís. Þeim var gert skylt til að skila
þeim til baka a.m.k að hluta og var ekkert athugavert við það.
Varðandi fjölmiðlana þá virðist það nú vera sammerkt svo víða
um heim hver stjórni þeim, ekki síst hér uppi á Íslandi. Sé engan
mun á því hvort það sé ríkið eða auðvaldið sem misnoti þá.
Hvorttveggja er jafn slæmt. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 20:04

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Það var reyndar og er talsvert að athuga við hvernig Pútín og félagar lögðust til atlögu við menn eins og Khodorkorzy. Það er hægt að segja margt um það hvernig menn eins og hann og Berezovski og Abramovic og fleiri keyptu upp ríkisfyrirtækin en þeim tókst þó að snúa við rekstri þeirra og auka framleiðni t.d. olíufyrirtækjanna um heilan helling. Og það er mjög lýsandi fyrir stjórnarhætti Pútíns að þeir sem hann ofsækir sem mest eru þeir sem hafa farið að tjá sig um stjórnarhætti hans, sbr. Berezovski og Khodorkovski. En þeir sem eru og hafa verið innundir hjá honum, og þar er Abramovic fremstur í flokki, eru látnir að mestu í friði.

Hvað varðar fjölmiðlanna þá hlýtur þú að sjá muninn á því að stjórnvöld hafi alla fjölmiðla undir hælnum, sem þýðir að engin önnur viðhorf en þau sem ríkjandi stjórn er sátt við koma fram og andstæðingar hennar t.d. í kosningum fá nánast enga möguleika til þess að koma sínum málstað á framfæri, og því að 'auðvaldið'(er þetta ekki orðtæki vinstri manna?) stjórni einhverjum fjölmiðlum. 

Egill Óskarsson, 28.8.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Það hlýtur að vera grundvallarmunur á frjálsu hagkerfi og öðrum að ríkið stilli inngripum sínum í hóf. Það er ekkert hóflegt eða eðlilegt við það HVERNIG rússneska ríkið hefur tekið aftur það sem því finnst tilheyra sér. 

Egill Óskarsson, 28.8.2007 kl. 20:45

6 Smámynd: Egill Óskarsson

Það var reyndar og er talsvert að athuga við hvernig Pútín og félagar lögðust til atlögu við menn eins og Khodorkorzy. Það er hægt að segja margt um það hvernig menn eins og hann og Berezovski og Abramovic og fleiri keyptu upp ríkisfyrirtækin en þeim tókst þó að snúa við rekstri þeirra og auka framleiðni t.d. olíufyrirtækjanna um heilan helling. Og það er mjög lýsandi fyrir stjórnarhætti Pútíns að þeir sem hann ofsækir sem mest eru þeir sem hafa farið að tjá sig um stjórnarhætti hans, sbr. Berezovski og Khodorkovski. En þeir sem eru og hafa verið innundir hjá honum, og þar er Abramovic fremstur í flokki, eru látnir að mestu í friði.

Hvað varðar fjölmiðlanna þá hlýtur þú að sjá muninn á því að stjórnvöld hafi alla fjölmiðla undir hælnum, sem þýðir að engin önnur viðhorf en þau sem ríkjandi stjórn er sátt við koma fram og andstæðingar hennar t.d. í kosningum fá nánast enga möguleika til þess að koma sínum málstað á framfæri, og því að 'auðvaldið'(er þetta ekki orðtæki vinstri manna?) stjórni einhverjum fjölmiðlum. 

Egill Óskarsson, 28.8.2007 kl. 20:45

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill. Mest allt sem þú segir er rétt. Þó ég hafi hér nefnt auðvaldið
á nafn tel ég mig alls ekki til vinstrimanna, heldur  fremur í hina
áttina til mið/hægri viðhorfa. Það er sjálfsagt að dæma  allt sem
miður fer, en samt verðum við að gæta sanngirni, og horfa á það
að það mun taka langan tíma að þróa Rússland að því markaðskerfi og lýðræðisháttum sem við þekkjum best og höfum lifað við um langt skeið. Rússar hafa í raun aldrei lifað við virkt lýðræði. Þess vegna er það sem nú hefur gerst í Rússlandi stórt skref í rétta átt, og með stórauknum samskiptum við vestrænar
þjóðir mun þróunin verða jákvæðari og jákvæðari. Og hvað
sem um Pútin má segja þá tel ég hann hafa verið réttan  mann
á réttum stað, sterkur leiðtogi til að koma reglu og skipulagi á
hlutina.  Veit að þeir eiga ýmislegt ólært með tjáningafrelsið,
en miðað við alla kúgunina nánast alla síðustu öld og ekki síst
varðandi trúarleg málefni þar sem kirkjum var lokað og allt það,
þá hafa mjög jákvæðir hlutir gerst í Rússlandi þegar heildarmyndin er skoðuð. Og það er það sem skiptir máli!
Og það er það sem ég á við.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 21:24

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Í mínum huga er tjáningarfrelsið grundvöllurinn fyrir frjálsu samfélagi. Í Rússlandi var komið á ágætis tjáningarfrelsi en núna á seinustu árum er því að fara mjög aftur, undir styrkri stjórn og að því er virðist eftir hugmyndafræði Pútíns. Ef einhver vogar sér að koma á framfæri boðskap sem ekki er eftir línu stjórnarinnar þá er sá hinn sami búin að koma sér í vandræði. Það er í mínum augum ekki ásættanlegur fórnarkostnaður.

Egill Óskarsson, 29.8.2007 kl. 00:02

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil heilshugar þín sjónarmið og virði  Egill og veit hvað þú meinar.
Vill samt gefa Björninum áfram  tækifæri!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.8.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband