Vinstri grænir eru pólitískt nátttröll


   Vinstri grænir eru pólitískt náttöll sem daga munu uppi
fljólega nú í byrjun 21 aldar. Það er því í hæsta máta
broslegt ef VG heldur að draumur þeirra um eitthvað
forystuhlutverk í stjórnarandstöðu geti orðið að veru-
leika. Til þess er hin afdankaða sósíaliska hugmyndar-
fræði þeirra of veruleikafirrt og í engu samræmi við
gangverk líðandi stundar hvað þá framtíðar.

   Þetta kom ennþá betur í ljós í ræðu Steingríms J.
Sigfússonar formanns VG á flokksráðsfundi sem er
haldinn í dag og á morgun. Sama gamla tuggan
enn og aftur. - Vinstri grænir hafa ekki bara útilokað
aðkomu sína að landsstjórninni svo langt sem séð
verður, heldur líka fyrirgert samstarfi við aðra
stjórnarandstöðuflokka. - Því alls ekki verður séð
hvernig Framsókn og Frjálslyndir geti haft nokkuð
samstarf við jafn öfgasinnaðan vinstriflokk og VG.
Þvert á móti blasir við að Framsókn og Frjálslyndir
eigi með sér gott og öflugt stjórnarandstöðusam-
starf. Slíkt samstarf án VG er miklu vænlegra til að
koma núverandi ríkisstjórn frá völdum, og koma
á fót sterkri, framfarasinnaðri og  borgaralegri ríkis-
stjórn, þjóðinni allri til heilla..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2007 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband