Hafa kratar komið í veg fyrir stofnun varaliðs ?


  RÚV fjallaði í hádegisfréttum um öryggis- og varnarmál,
hvað fyrrverandi ríkisstjórn hefði ákveðið í þeim efnum
eftir brotthvarfs USA-hers frá Íslandi, og hvað af því
hefði verið framkvæmt. Í þeirri upptalningu sem vakti
athygli og sem ekki hefur verið framkvæmt var að enginn
samráðsvettvangur allra stjórnmálaflokka hefur verið
stofnaður. Og svo hitt, að hvergi bólar á stofnun varaliðs,
en embætti ríkislögreglustjóra lagði til að í varaliðinu yrði
a.m.k 240  menn. Ekkert hefur heyrst frá  varaliðinu síðan.

   Þegar umræðan um varaliðið komst á dagskrá áður en
núverandi ríkisstjórn var mynduð, hrópuðu vinstrisinnaðir
stjórnarandstæðingar, og sáu varaliðinu öllu til foráttu.
Fremsur þar í flokki fór þar Össir nokkur Skarphéðinsson.
Því hlýtur sú spurning að vakna hvort kratar hafi komið í
veg fyrir stofnun varaliðsins? Því það væri þá í meiriháttar
samræmi við svo ótal margt annað sem krataflokkurinn á
Íslandi kemst upp með þessa dagana, í skjóli mjög veik-
burðrar forystu Sjálfstæðisflokksins.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband