Íslenskuhystería


   Það er eins og að sumum sé ekkert heilagt. Ekki einu
sinni móðurmálið. Jafnvel menn úr stjórnmálum og presta-
stett eru orðnir haldnir íslenskuhysteríu. Skemmst er að
minnast hugmyndar varaformanns Samfylkingarinnar um
að gera ensku jafnréttháa íslensku í stjórnsýslunni. Og
hér á blogginu má sjá prest prédika gegn íslenzkri tungu
þar sem hún hamli gegn framgangi fjölmenningarsamfélag-
sins á Íslandi. Þegar alþjóðahyggjan er komin á það stig
að gerð er beinlínis aðför að þjóðtungu Íslendinga er hún
klárlega komin út í miklar öfgar, svo ekki sé meira sagt.
Því það er nefnilega ekki síður hægt að gerast ÖFGASINN-
AÐUR alþjóðasinni  eins og  öfgasinnaður þjóðernissinni.

   Ísland án íslenskrar tungu verður ALDREI Ísland. Því er
hér með skorað á Alþingi Íslendinga, að gera það af
sínum fyrstu verkum að LÖGFESTA  íslenskuna sem
RÍKISTUNGUMÁL á Íslandi, bundið í stjórnarskrá. Og
þótt fyrr hefði verið !

   Þegar bein AÐFÖR að íslenskri tungu er gerð með jafn
ósvifnum hætti og við höfum verið vitni að nú að undan-
förnu af öfgafullum and-íslenskum öflum, VERÐUR að
bregðast strax við með viðeigandi hætti.........

   



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Eftir 100 ár munu flestir hér tala Ensku og Íslenska verður á fárra færi og en færri hafa áhuga á að læra það. Er ég ekki að mæla þessu bót en við erum og fá til að halda þessu erfiða máli ó þeirri alþjóðarvæðingu sem er nú rétt að byrja.

Halla Rut , 26.9.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Halla. Fyrir rúmum 100 árum hugsuðu sumir eins og þú, nema
hvað þá óttuðust menn dönskuna að hún myndi yfirtaka ís-
lenskuna. En svo fór alls ekki, vegna þess að íslensk þjóð stóð
vörð um sína þjóðtungu, sem er jú grunnurinn að íslenskri tilveru.
Hvers vegna ætti þetta ekki að takast nú, þannig að eftir 100 ár
væri íslenzkan þjóðtungan á Íslandi þrátt fyrir og þá ekki síst
vegna alþjóðarvæðingarinnar?  Allt spurning um þjóðarvilja
Íslendinga !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Reyndar mun það verða viðskiptalega hagkvæmt og snjallt að halda uppi þjóðtungu sem enginn getur skilið.

á viðskipta fundum þar sem allir tala ensku þá getur íslendingur hallað sér að íslenskum samstarfs félaga og talað við hann um kosti og galla án þess að yfirgefa herbergið. allir geta heyrt í honum en enginn getur skilið hann.

Síðan er algjörlega Sammála Guðmundi. Við eigum að standa vörð um tungu vor. Leggjumst ekki og gefumst upp vegna þess að það er aðeins erfiðara. ef við ætlum að gera það þá getum við alveg eins hætt að vakna á morgnanna því lífið er svo erfitt.

Fannar frá Rifi, 26.9.2007 kl. 22:21

4 Smámynd: Halla Rut

Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman, dönskuna og svo enskuna nú. Og til að taka af allan vafa þá er ég ekki með þessu heldur aðeins hrædd um að þetta verði raunin.

Halla Rut , 26.9.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Síðan ofan á allt saman þá er ekkert víst að enskan verði ráðandi tungumál eftir 100ár. það gæti allt eins orðið spænska eða kínverska. hvað eigum við að gera þá? skipt aftur um tungumál? neiég held að það sé betra n að við höldum í okkar tungumál og með því í þjóðareinkenni okkar. köstum ekki öllu frá okkur vegna þess að það henntar ágætlega á þessum tímapunkti. 

Það er hægt að benda á Íra sem gott dæmi. Þeir tala ensku en hafa á undanförnum árum og áratugum unnið hörðum höndum að því að vekja um Gaelískuna. afhverju ætli þeir séu að því? því annars er bara litið á þá sem breta.

verum frekar stollt af eigin tungu og sjáum til þess að svo verði ekki rauninn.  

Fannar frá Rifi, 27.9.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband