Framsókn og Frjálslyndir vinni saman


  Í kvöldfréttum útvarps í kvöld var haft eftir Ögmundi
Jónassyni, formanni  ţingflokks  Vinstri  grćnna, ađ
stjórnarandstađan  ćtli  ađ standa  saman á Alţingi í
vetur gegn ríkisstjórninni. Keppt sé ađ ţví ađ samrćma
vinnubrögđ flokkana í  stjórnarandstöđinni. Svona yfir-
lýsing  kemur á óvart, og  alls ekki vitađ í hvađa umbođi
ţingflokksformađur Vinstri grćnna getur komiđ međ slíka
yfirlýsingu.

    Ţótt Vinstri grćnir séu í ţeirri stöđu ađ vera stćrsti
stjórnarandstöđuflokkurinn, er af og frá ađ hann geti
talist eitthvađ forystuafl ţar á bć. Vinstri grćnir eru
ţađ allt of langt til vinstri í allri sinni  pólitiskri hugmynd-
arfrćđi, ađ mjög erfitt verđur fyrir flokka eins og Fram-
sókn og Frjálslynda ađ eiga viđ slíkan flokk raunverulegt
samstarf. Flokkar sem skilgreina sig á miđju og hćgra
megin viđ miđju í íslenzkum stjórnmálum eiga miklu fremur
ađ stilla saman strengi sína, og veita ţannig ríkisstjórn
sósíaldemokrata og Sjálfstćđisflokks sterka andstöđu
og ađhald á komandi kjörtímabili, sem vonandi verđur mjög
stutt.  Náiđ og öflugt samstarf Framsóknar og Frjálslyndra
yrđi mun líklegra til ađ vinna gegn ríkisstjórninni og koma
henni frá á borgaralegum forsendum,  en ekki í einhverju
samkrulli  viđ afdankađa sósíalista og vinstrisinnađa róttćk-
linga.

  Mistök Frjálslyndra í stjórnandstöđu á síđasta kjörtímabili
var allt of náiđ samstarf viđ vinstrflokkana. Ţau mistök eiga 
nú Frjálslyndir ađ lćra af og Framsókn ađ hafa í huga ţegar
ţessir tveir flokkar hefja samstarf sín á milli ţjóđinni til heilla.
Fyrir ţví eru öll pólitísk rök ! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ţú ert borgaralegur íhaldsmađur. Hvers vegna ekki Sjálfstćđisflokkur!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.9.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Guđmundur.

Tek heilshugar undir ţetta, hef reyndar heimildir fyrir ţví ađ frćjum hafi veriđ sáđ til ţess ađ svo megi verđa.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 30.9.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Jú sera Baldur. Nokkuđ til í ţessu. Hef alltaf veriđ borgaralega sinađur hvađ varđar frelsi einstaklingsins til orđs og athafna. En
jafnframt samvinnumađur (EKKI sameignarsinni) og tel alla samvinnu til góđra verka mikilvćga á sem flestum sviđum. Og
ţetta međ íhaldsmanninn. Jú viđurkenni fúslega Baldur ađ vera
MIKILL ÍHALDSMAĐUR ţegar kemur ađ ţví ađ HALDA Í ţjóđtungu
vora, íslenzka ţjóđmenningu, íslenzkt fullveldi og sjálfstćđi Íslands.  Jú, ćtli ég sé bara ekki ţjóđlegur íhaldsmađur og sem
slíkur geta stutt hina gömlu góđu ţjóđlegu Framsókn.  Hins
vegar hef ég aldrei treyst Sjálfstćđisflokknum og mun aldrei
gera. Til ţess eru innan hans of margar óljósar vistarverur...


Guđmundur Jónas Kristjánsson, 1.10.2007 kl. 09:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband